Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2018 21:00 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Ernis, við Dornier-skrúfuþotuna, sem búið er að mála í litum félagsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00