Freyr um dómarann: „Ekkert sem kemur mér á óvart hjá UEFA lengur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 4. september 2018 17:19 Freyr kallar skipanir til leikmannanna á vellinum á laugardaginn vísir/vilhelm Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira