Sjötta myndin í Die Hard seríunni er á leiðinni í framleiðslu en myndirnar fjalla allar um lögreglufulltrúann John McClane.
Bruce Willis hefur ávallt farið með aðalhlutverkið í kvikmyndunum og er enginn undantekning á því í næstu kvikmynd.
Framleiðendur myndarinnar hafa nú gefið út nafnið á sjöttu myndinni og mun titillinn að þessu sinni ekki innihalda orðin Die Hard. Sjötta myndin heitir einfaldlega McClane.
Myndin mun aftur á móti gerast á gamlárskvöld árið 1979 og mun Bruce Willis í raun aðeins leiki John McClane í nútímanum. Fyrsta myndin gerist árið 1988 og mun sjötta myndin því eiga sér stað níu árum áður. Í sjöttu myndinni verður því flakkað á milli nútímans og ársins 1979.

