Einarsson veiðihjólin vinsæl meðal veiðimanna Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2018 09:00 Íslenskt já takk, Einarsson veiðihjólin hafa fengið athygli veiðimanna um allan heim. Það er mikil harka milli framleiðanda vörumerkja í veiðiheiminum og til að standa upp úr þurfa framleiðendur virkilega að bera af. Í hinni stóru flóru vörumerkja í veiðihjólum er farið að bera á Íslensku merki sem hefur verið að fá aukna athygli undanfarið og þá sérstaklega meðal fagmanna erlendis. Einarsson hjólin fá sífellt fleiri veiðimenn til að falla fyrir þeim og það er reglulega gaman að sjá erlenda veiðimenn mæta í ár landsins stoltir af því að bera Íslenska framleiðslu á veiðistöngunum sínum en innlendir veiðimenn hafa líka lengi notað þessu veiðihjól og það er fyrst og fremst orðsporið sem fer af þeim sem selur þau áfram heldur en einhver hörð markaðsherferð. "Word of mouth" er oft sagt besti sölumaðurinn þ.e.a.s. þegar einn notandi er það ánægður með vöruna að hann mælir með henni áfram og í þeim heimi veiðimanna sem vilja aðeins það besta hefur greinilega mikið verið talað um Einarsson því við erum að sjá myndir af þeim á samfélagsmiðlum hjá veiðimönnum sem eru ekki á mála hjá einum eða neinum flagga Einarsson á öxlinni eða á bakkanum með fisk sér við hlið. Það sem flestir falla fyrir er léttleiki og styrkur en hönnunin er líka mikið fyrir augað. Málið er að til að ná eyrum fagtímarita, eins og Trout and Salmon sem hafa mælt með t.d. 8plus hjólinu, þá þarftu að standa undir því og gott betur en það. Einarsson hafa boðið upp á tvær línur annars vegar Plus hjólin sem koma í nokkrum stærðum sem falla að því hvaða fisk þú ætlar að veiða s.s. hversu stóra fiska ertu að stefna á og hvaða línuþyngd og stangir eiga hjólin að passa á. Síðan eru Invictus hjólin meira fyrir þá sem eru að fara í stórlaxa eða aðra stórfiska veiði en þau hafa verið lofuð í bak og fyrir af þeim sem eru að nota þau. Ástæðan fyrir þessum línum um Einarsson er ekki til að ýta einu merki framar öðrum því þegar öllu er á botninn hvolft velur hver veiðimaður sinn búnað eftir bæði efni og þörf. Málið er að Veiðivísi finnst það bara svo merkilegt og spennandi að eitt af þeim merkjum sem er hampað af fagtímaritum, söluaðilum, leiðsögumönnum og umfram allt veiðimönnum um allan heim sem eitt besta veiðihjól sem hægt er að fá skuli vera Íslenskt bara ansi merkileg staðreynd. Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði
Það er mikil harka milli framleiðanda vörumerkja í veiðiheiminum og til að standa upp úr þurfa framleiðendur virkilega að bera af. Í hinni stóru flóru vörumerkja í veiðihjólum er farið að bera á Íslensku merki sem hefur verið að fá aukna athygli undanfarið og þá sérstaklega meðal fagmanna erlendis. Einarsson hjólin fá sífellt fleiri veiðimenn til að falla fyrir þeim og það er reglulega gaman að sjá erlenda veiðimenn mæta í ár landsins stoltir af því að bera Íslenska framleiðslu á veiðistöngunum sínum en innlendir veiðimenn hafa líka lengi notað þessu veiðihjól og það er fyrst og fremst orðsporið sem fer af þeim sem selur þau áfram heldur en einhver hörð markaðsherferð. "Word of mouth" er oft sagt besti sölumaðurinn þ.e.a.s. þegar einn notandi er það ánægður með vöruna að hann mælir með henni áfram og í þeim heimi veiðimanna sem vilja aðeins það besta hefur greinilega mikið verið talað um Einarsson því við erum að sjá myndir af þeim á samfélagsmiðlum hjá veiðimönnum sem eru ekki á mála hjá einum eða neinum flagga Einarsson á öxlinni eða á bakkanum með fisk sér við hlið. Það sem flestir falla fyrir er léttleiki og styrkur en hönnunin er líka mikið fyrir augað. Málið er að til að ná eyrum fagtímarita, eins og Trout and Salmon sem hafa mælt með t.d. 8plus hjólinu, þá þarftu að standa undir því og gott betur en það. Einarsson hafa boðið upp á tvær línur annars vegar Plus hjólin sem koma í nokkrum stærðum sem falla að því hvaða fisk þú ætlar að veiða s.s. hversu stóra fiska ertu að stefna á og hvaða línuþyngd og stangir eiga hjólin að passa á. Síðan eru Invictus hjólin meira fyrir þá sem eru að fara í stórlaxa eða aðra stórfiska veiði en þau hafa verið lofuð í bak og fyrir af þeim sem eru að nota þau. Ástæðan fyrir þessum línum um Einarsson er ekki til að ýta einu merki framar öðrum því þegar öllu er á botninn hvolft velur hver veiðimaður sinn búnað eftir bæði efni og þörf. Málið er að Veiðivísi finnst það bara svo merkilegt og spennandi að eitt af þeim merkjum sem er hampað af fagtímaritum, söluaðilum, leiðsögumönnum og umfram allt veiðimönnum um allan heim sem eitt besta veiðihjól sem hægt er að fá skuli vera Íslenskt bara ansi merkileg staðreynd.
Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði