Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 22:28 Sindri Þór Stefánsson er sakaður um að hafa staðið að öllum innbrotunum. Hann yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Vísir Fyrrverandi öryggisvörður Öryggismiðstöðvarinnar er sakaður um að hafa látið þjófa sem brutust inn í gagnaver Advania fá kóða til að slökkva á þjófavarnakerfi og fatnað merktan fyrirtækinu sem þeir klæddust við innbrotið. Þetta kemur fram í ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir að sjö séu ákærðir í málinu, þar á meðal Sindri Þór Stefánsson sem yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Hann er ákærður fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember og janúar og tilraunir til innbrota í tvö önnur. Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Auk Sindra Þórs eru tveir bræður á þrítugsaldri ákærðir vegna innbrotanna, annar þeirra fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja þau en hinn fyrir að standa að tveimur þeirra. Einnig er fyrrverandi öryggisvörðurinn ákærður í málinu. Hann er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania sem brotist var inn í síðast, um miðjan janúar. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00 Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Fyrrverandi öryggisvörður Öryggismiðstöðvarinnar er sakaður um að hafa látið þjófa sem brutust inn í gagnaver Advania fá kóða til að slökkva á þjófavarnakerfi og fatnað merktan fyrirtækinu sem þeir klæddust við innbrotið. Þetta kemur fram í ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir að sjö séu ákærðir í málinu, þar á meðal Sindri Þór Stefánsson sem yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Hann er ákærður fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember og janúar og tilraunir til innbrota í tvö önnur. Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Auk Sindra Þórs eru tveir bræður á þrítugsaldri ákærðir vegna innbrotanna, annar þeirra fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja þau en hinn fyrir að standa að tveimur þeirra. Einnig er fyrrverandi öryggisvörðurinn ákærður í málinu. Hann er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania sem brotist var inn í síðast, um miðjan janúar.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00 Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00
Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01