Heilbrigðiseftirlitið mælir hávaða frá rútumiðstöð í Skógarhlíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. september 2018 08:00 Búnaðurinn sem mæla á hávaða í Skógarhlíð. fréttablaðið/ernir „Staðsetningin er dálítið skrítin en ég vænti þess að þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán Pálsson, formaður Húsfélagsins í Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í síðustu viku setti heilbrigðiseftirlitið upp hljóðmæli við göngustíg ofan við blokkina. Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í sumar mótmælt rekstri samgöngumiðstöðvar rútufyrirtækja handan við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta þeir sérstaklega undan hávaða á nóttu sem degi frá rútuumferðinni. Stefán segir íbúana hafa leitað til „allra og ömmu“ þeirra innan borgarkerfisins en lítið orðið ágengt. Málið hafi verið í vinnslu hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Í nýlegri reglugerð er meðal annars gerð krafa um að samgöngumiðstöðvar trufli ekki næsta nágrenni – sem þetta gerir óneitanlega,“ segir Stefán. Nú er hljóðmælir kominn upp. „Til að mæla hljóðið þætti mér eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum – sérstaklega þar sem eru svefnherbergi á efri hæðum sem vísa beint út að þessu,“ segir húsfélagsformaðurinn. Málinu sé alls ekki lokið. „Þrátt fyrir loforð í blábyrjun um að rútur yrðu ekki látnar lulla í lausagangi meira en þyrfti og að þetta yrði hannað þannig að lítið þyrfti að bakka með tilheyrandi bílhljóðum þá hefur slaknað á þessu öllu. Og hvernig verður þetta þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það þarf enginn að segja mér annað en að rúturnar verði þá samfleytt í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00 Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Sjá meira
„Staðsetningin er dálítið skrítin en ég vænti þess að þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán Pálsson, formaður Húsfélagsins í Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í síðustu viku setti heilbrigðiseftirlitið upp hljóðmæli við göngustíg ofan við blokkina. Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í sumar mótmælt rekstri samgöngumiðstöðvar rútufyrirtækja handan við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta þeir sérstaklega undan hávaða á nóttu sem degi frá rútuumferðinni. Stefán segir íbúana hafa leitað til „allra og ömmu“ þeirra innan borgarkerfisins en lítið orðið ágengt. Málið hafi verið í vinnslu hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Í nýlegri reglugerð er meðal annars gerð krafa um að samgöngumiðstöðvar trufli ekki næsta nágrenni – sem þetta gerir óneitanlega,“ segir Stefán. Nú er hljóðmælir kominn upp. „Til að mæla hljóðið þætti mér eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum – sérstaklega þar sem eru svefnherbergi á efri hæðum sem vísa beint út að þessu,“ segir húsfélagsformaðurinn. Málinu sé alls ekki lokið. „Þrátt fyrir loforð í blábyrjun um að rútur yrðu ekki látnar lulla í lausagangi meira en þyrfti og að þetta yrði hannað þannig að lítið þyrfti að bakka með tilheyrandi bílhljóðum þá hefur slaknað á þessu öllu. Og hvernig verður þetta þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það þarf enginn að segja mér annað en að rúturnar verði þá samfleytt í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00 Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Sjá meira
Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00