Davíð Þór: Á svona degi eru fá lið sem standast okkur snúning Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 2. september 2018 19:55 Davíð fagnar ásamt dóttur sinni eftir leikinn í kvöld. vísir/daníel FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn." „Tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins. FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn." „Tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins. FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira