Erlent

Þrír létust í sprengjuárás í Mogadishu

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Skóli eyðilagðist og þak á nærliggjandi mosku féll í árásinni.
Skóli eyðilagðist og þak á nærliggjandi mosku féll í árásinni. Vísir/EPA
Þrír létust og 14 særðust þar af sex börn í sjálfsmorðssprengjuárás í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, í morgun. Bíl með sprengju var ekið á opinbera stofnun í borginni með þeim afleiðingum að skóli í nágrenninu féll saman og þak nálægrar mosku eyðilagðist. Nærliggjandi hús skemmdust einnig í árásinni. BBC greinir frá.

Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa lýst yfir ábyrgð sinni á verknaðinum en samtökin hafa lengi barist við sómalísk stjórnvöld um yfirráð í landinu. Mikill óstöðugleiki og ofbeldi hefur viðgengist í landinu allt frá árinu 1991 þegar uppreisn var gerð gegn herstjórninni sem þá ríkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×