Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 19:21 Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu. Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu.
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40
Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59