Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2018 20:45 Þessi vegarkafli Reykjanesbrautar, frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum, verður tvöfaldaður á næstu tveimur árum. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun sem kynnt var þingflokkum ríkisstjórnarinnar í dag. Þar er 160 milljörðum króna ráðstafað næstu fimm árin og hartnær 500 milljörðum næstu fimmtán ár. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun er stærsti framkvæmdapakkinn sem Alþingi ráðstafar. Samgönguráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði áætlunina fyrir ríkisstjórn í gær, í dag var hún kynnt þingflokkum stjórnarinnar og í næstu viku áformar hann að leggja hana fram á Alþingi og til opinberrar kynningar. Samgönguáætlun veitir svör um það hvar verði malbikað, hvar verði brúað og hvar verði grafin göng, - og að þessu sinni ekki aðeins á næstu fimm árum heldur á næstu fimmtán árum. Hætt er við að margir verði fyrir vonbrigðum, miðað við það sem spurst hefur út um einstök verkefni. Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, á kaflanum milli Kaldárselsvegar og Krísuvíkurvegar, fær þó grænt ljós. Hún er eitt stærsta nýja verkið en áformað er að ljúka því á næstu tveimur árum. Breikkun Suðurlandsvegar, milli Hveragerðis og Selfoss, í tveir plús einn veg, fer í útboð á næstu vikum en verkið gæti tekið fjögur ár. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes gæti hafist undir lok næsta árs. Utan suðvesturhornsins ber hæst endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, en hún er þó háð því að niðurstaða fáist um Teigsskóg eða um aðra veglínu. Þá er stefnt að því að haldið verði áfram með Dettifossveg og hann kláraður. Dýrafjarðargöng eru fjárfrekasta framkvæmdin um þessar mundir en næstu jarðgöng munu að öllum líkindum bíða fram á næsta fimm ára tímabil, sem hefst 2024. Ýmis stór verk, sem kallað hefur verið eftir, þurfa að bíða í einhver ár. Þannig hefst smíði nýrrar brúar á Hornarfjarðarfljót vart fyrr en eftir þrjú ár og sama gildir um lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði. Ný brú á Ölfusá við Selfoss bíður sömuleiðis. Þá er hrópað víða á endurbætur sveitavega, eins og í Dalasýslu, um Vatnsnes og í Bárðardal, en óvíst er hve mikið malbik fæst í dreifbýlið á næstu árum. Og svo er það spurningin hvenær klárað verður að tvöfalda Reykjanesbrautina; kaflann meðfram Straumsvík og að Hvassahrauni. Þeirri spurningu fæst væntanlega svarað í næstu viku, þegar ráðherrann kynnir samgönguáætlun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun sem kynnt var þingflokkum ríkisstjórnarinnar í dag. Þar er 160 milljörðum króna ráðstafað næstu fimm árin og hartnær 500 milljörðum næstu fimmtán ár. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun er stærsti framkvæmdapakkinn sem Alþingi ráðstafar. Samgönguráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði áætlunina fyrir ríkisstjórn í gær, í dag var hún kynnt þingflokkum stjórnarinnar og í næstu viku áformar hann að leggja hana fram á Alþingi og til opinberrar kynningar. Samgönguáætlun veitir svör um það hvar verði malbikað, hvar verði brúað og hvar verði grafin göng, - og að þessu sinni ekki aðeins á næstu fimm árum heldur á næstu fimmtán árum. Hætt er við að margir verði fyrir vonbrigðum, miðað við það sem spurst hefur út um einstök verkefni. Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, á kaflanum milli Kaldárselsvegar og Krísuvíkurvegar, fær þó grænt ljós. Hún er eitt stærsta nýja verkið en áformað er að ljúka því á næstu tveimur árum. Breikkun Suðurlandsvegar, milli Hveragerðis og Selfoss, í tveir plús einn veg, fer í útboð á næstu vikum en verkið gæti tekið fjögur ár. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes gæti hafist undir lok næsta árs. Utan suðvesturhornsins ber hæst endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, en hún er þó háð því að niðurstaða fáist um Teigsskóg eða um aðra veglínu. Þá er stefnt að því að haldið verði áfram með Dettifossveg og hann kláraður. Dýrafjarðargöng eru fjárfrekasta framkvæmdin um þessar mundir en næstu jarðgöng munu að öllum líkindum bíða fram á næsta fimm ára tímabil, sem hefst 2024. Ýmis stór verk, sem kallað hefur verið eftir, þurfa að bíða í einhver ár. Þannig hefst smíði nýrrar brúar á Hornarfjarðarfljót vart fyrr en eftir þrjú ár og sama gildir um lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði. Ný brú á Ölfusá við Selfoss bíður sömuleiðis. Þá er hrópað víða á endurbætur sveitavega, eins og í Dalasýslu, um Vatnsnes og í Bárðardal, en óvíst er hve mikið malbik fæst í dreifbýlið á næstu árum. Og svo er það spurningin hvenær klárað verður að tvöfalda Reykjanesbrautina; kaflann meðfram Straumsvík og að Hvassahrauni. Þeirri spurningu fæst væntanlega svarað í næstu viku, þegar ráðherrann kynnir samgönguáætlun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00
Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15