Óskaði eftir leyfi út október Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 16:30 Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér. Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér.
Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent