Íhuga að byggja Trump-virki í Póllandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2018 15:49 Andrzej Duda og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma. Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma.
Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira