Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2018 10:46 Leikmenn Hugins spila á móti Völsungi í dag. vísir/aðsend Furðulegasti fótboltaleikur seinni tíma á Íslandi fer fram í dag á Fellavelli í Fellabæ þegar að Huginn tekur á móti Völsungi í endurteknum leik í 2. deild karla í fótbolta. Huginn vann fyrrir leikinn, 2-1. Ástæðan fyrir þessum endurtekna leik er stórfurðulegt mál þar sem að leikmanni Völsungs var vikið af velli en rauða spjaldið svo ekki skráð í skýrslu dómara. Völsungar hafa heldur betur látið heyra í sér á undanförnum dögum og staðið í ritdeilum við KSÍ. Huginn hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Húsvíkingarnir klúðruðu svo reyndar eigin málum inn á fótboltavellinum í síðustu umferð þegar að þeir töpuðu fyrir Hetti, 3-2, en með sigri þar og aftur í dag hefði liðið komist á toppinn og verið í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni fyrir lokaumferðina. Leikurinn skiptir Huginn engu máli en liðið er á botni 2. deildarinnar, fallið í 3. deildina, en þarf samt að mæta til leiks. Því hefur verið velt upp hversu mikinn metnað Huginn setur í leikinn og hvort það mæti hreinlega til leiks. „Við verðum að hlýða því sem að er dæmt. Við erum lítið félag og getum ekki verið að taka á okkur sektir fyrir einhvern rasshausa hátt,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, í samtali við Vísi. Aðspurður hvort allt tiltækt lið sé klárt og tilbúið í verkefnið segir Sveinn menn vera á leiðinni og að það sé stefnan að stilla upp eins sterku liði og mögulegt er. „Okkur hefur samt ekki enn verið svarað því hvort að leikmenn sem voru í banni í fyrri leiknum megi ekki vera með í dag eða hvort að leikmenn sem eru í banni núna megi ekki spila. Það er ein grundvallarspurning sem við eigum eftir að fá svar við,“ segir Sveinn Ágúst. „Það er ekki búið að ákveða liðið en við ræddum það alveg að setja bumbuboltann í þetta. Þjálfarinn tekur samt loka ákvörðun.“ „Þetta er það skrítnasta held ég sem að nokkur maður hefur lent í á Íslandi. Þetta minnir mann á þegar að FH fór til Rússlands til að taka nokkur vítaköst í handboltanum í fyrra,“ segir formaðurinn. Það verður frítt á leikinn á Fellavelli í dag sem að hefst klukkan 16.30. Sigurður Hjörtur Þrastarson, úrvalsdeildardómari, verður á flautunni þannig að vonandi tekst betur til en síðast. „Þetta er svo mikil steypa en eins og staðan er núna stefnum við á að mæta með okkar besta lið. Dómur KSÍ er bindnandi og okkur ber að fylgja dómnum. Maður er bara orðinn gegnumsósaður að liggja eftir þessu síðustu daga; lesa reglugerðir og hringja skrilljón símtöl. Þetta er algjört rugl,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Furðulegasti fótboltaleikur seinni tíma á Íslandi fer fram í dag á Fellavelli í Fellabæ þegar að Huginn tekur á móti Völsungi í endurteknum leik í 2. deild karla í fótbolta. Huginn vann fyrrir leikinn, 2-1. Ástæðan fyrir þessum endurtekna leik er stórfurðulegt mál þar sem að leikmanni Völsungs var vikið af velli en rauða spjaldið svo ekki skráð í skýrslu dómara. Völsungar hafa heldur betur látið heyra í sér á undanförnum dögum og staðið í ritdeilum við KSÍ. Huginn hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Húsvíkingarnir klúðruðu svo reyndar eigin málum inn á fótboltavellinum í síðustu umferð þegar að þeir töpuðu fyrir Hetti, 3-2, en með sigri þar og aftur í dag hefði liðið komist á toppinn og verið í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni fyrir lokaumferðina. Leikurinn skiptir Huginn engu máli en liðið er á botni 2. deildarinnar, fallið í 3. deildina, en þarf samt að mæta til leiks. Því hefur verið velt upp hversu mikinn metnað Huginn setur í leikinn og hvort það mæti hreinlega til leiks. „Við verðum að hlýða því sem að er dæmt. Við erum lítið félag og getum ekki verið að taka á okkur sektir fyrir einhvern rasshausa hátt,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, í samtali við Vísi. Aðspurður hvort allt tiltækt lið sé klárt og tilbúið í verkefnið segir Sveinn menn vera á leiðinni og að það sé stefnan að stilla upp eins sterku liði og mögulegt er. „Okkur hefur samt ekki enn verið svarað því hvort að leikmenn sem voru í banni í fyrri leiknum megi ekki vera með í dag eða hvort að leikmenn sem eru í banni núna megi ekki spila. Það er ein grundvallarspurning sem við eigum eftir að fá svar við,“ segir Sveinn Ágúst. „Það er ekki búið að ákveða liðið en við ræddum það alveg að setja bumbuboltann í þetta. Þjálfarinn tekur samt loka ákvörðun.“ „Þetta er það skrítnasta held ég sem að nokkur maður hefur lent í á Íslandi. Þetta minnir mann á þegar að FH fór til Rússlands til að taka nokkur vítaköst í handboltanum í fyrra,“ segir formaðurinn. Það verður frítt á leikinn á Fellavelli í dag sem að hefst klukkan 16.30. Sigurður Hjörtur Þrastarson, úrvalsdeildardómari, verður á flautunni þannig að vonandi tekst betur til en síðast. „Þetta er svo mikil steypa en eins og staðan er núna stefnum við á að mæta með okkar besta lið. Dómur KSÍ er bindnandi og okkur ber að fylgja dómnum. Maður er bara orðinn gegnumsósaður að liggja eftir þessu síðustu daga; lesa reglugerðir og hringja skrilljón símtöl. Þetta er algjört rugl,“ segir Sveinn Ágúst Þórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti