Bjössi í World Class dró risafisk í Kanada Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2018 14:20 Það kostaði gríðarleg átök að draga þennan væna fisk um borð. Stærsti fiskur sem Bjössi hefur dregið. Björn Leifsson, sem gjarnan er kenndur við líkamsræktarstöðina World Class – Bjössi í World Class – er veiðimaður af guðs náð. Hann er ásamt þremur félögum sínum við veiðar á Eyju Játvarðs Prins (e. Prince Edward Island) í Kanada og í gær settu þeir í og drógu um borð allsvakalegan fisk: 400 punda túnfisk, nánar tiltekið Bluefin Tuna. Vísir náði tali af Bjössa nú fyrir stundu og var hann býsna kátur með fenginn, að vonum. „Við settum í einn í morgun sem er helmingi stærri. Vorum með hann á í tvo tíma þegar slitnaði. Við vorum hálftíma að draga þennan um borð.“Mikil átök við að þreyta fiskinn og draga um borð Bjössi lýsir veiðunum þannig að þeir fara út með sjóstangveiðibát en áður en þeir fara út veiða þeir makríl sem svo er notaður lifandi í beitu. „Sniðugt að veiða beituna sjálfur. Makríllinn er svo geymdur í kari um borð. Við erum með þrjár stangir úti og svo skiptast menn á að draga þegar bítur á, því það er enginn einn sem getur þreytt svona kvikindi. Þetta eru svo mikil átök,“ segir Bjössi sem er vel að manni. Þannig að eitthvað hefur kostað að draga fiskinn um borð.Bjössi ásamt félaga sínum. Eins og sjá má er þetta enginn smáræðis skepna sem þeir drógu um borð í gær. Rennilegur og sterkur.„Hann tók alla línuna út trekk í trekk, svakalega gaman. Svo þegar hann fór að nálgast dró hann stöngina alveg niður í sjó. Hjólin sem verið er að nota er fimm til sex sinnum stærri en notuð eru á sjóstöng heima,“ segir Bjössi og lýsir útbúnaðinum nánar. Bjössi hefur stundað stangveiði áratugum saman og farið um allan heim til að stunda þá iðju; Rússlands, Skotlands, Argentínu … aðallega til að elta laxinn. „Mig hefur alltaf langað til að fara í þetta og lét loks verða af því. Við sjáum ekki eftir því.“ Hann segir þetta tíu sinnum stærri fisk en þann stærsta sem hann hefur fram til þessa landað. „Ég hef fengið 40 pundara í Rússlandi. Já, þar eru þeir stórir. Það var reyndar stærsti lax sem veiddist þar það árið sem var 2004 eða 2005.“Rándýr fiskur Bjössi og félagar eru að halda til veiða í dag, fara svo í golf á morgun og eru væntanlegir til landsins aðfaranótt föstudags. Hann lætur vel af veiðum í Kanada. „Ég held að það fáist ekki svona fiskar annars staðar. Þetta er fiskur sem ég gæti selt fyrir 30 þúsund dollara. Happadráttur. Við megum reyndar ekki hirða hann, það er báturinn. Við komum bara blankir heim. Við erum að borga 2000 dollara fyrir bátinn á dag, 160 þúsund kall ef deilist á fjóra. Ekkert dýrt í samanburði við laxveiði heima. Þegar flugið er orðið ódýrt þá er þetta í lagi.“ Bjössi segir að svona fengur teljist mikill happadráttur enda hægt að fá mikið fé fyrir hann, svo mikið að menn tíma ekki að stoppa hann upp. „En, jú, hann færi vel á vegg.“ Stangveiði Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Björn Leifsson, sem gjarnan er kenndur við líkamsræktarstöðina World Class – Bjössi í World Class – er veiðimaður af guðs náð. Hann er ásamt þremur félögum sínum við veiðar á Eyju Játvarðs Prins (e. Prince Edward Island) í Kanada og í gær settu þeir í og drógu um borð allsvakalegan fisk: 400 punda túnfisk, nánar tiltekið Bluefin Tuna. Vísir náði tali af Bjössa nú fyrir stundu og var hann býsna kátur með fenginn, að vonum. „Við settum í einn í morgun sem er helmingi stærri. Vorum með hann á í tvo tíma þegar slitnaði. Við vorum hálftíma að draga þennan um borð.“Mikil átök við að þreyta fiskinn og draga um borð Bjössi lýsir veiðunum þannig að þeir fara út með sjóstangveiðibát en áður en þeir fara út veiða þeir makríl sem svo er notaður lifandi í beitu. „Sniðugt að veiða beituna sjálfur. Makríllinn er svo geymdur í kari um borð. Við erum með þrjár stangir úti og svo skiptast menn á að draga þegar bítur á, því það er enginn einn sem getur þreytt svona kvikindi. Þetta eru svo mikil átök,“ segir Bjössi sem er vel að manni. Þannig að eitthvað hefur kostað að draga fiskinn um borð.Bjössi ásamt félaga sínum. Eins og sjá má er þetta enginn smáræðis skepna sem þeir drógu um borð í gær. Rennilegur og sterkur.„Hann tók alla línuna út trekk í trekk, svakalega gaman. Svo þegar hann fór að nálgast dró hann stöngina alveg niður í sjó. Hjólin sem verið er að nota er fimm til sex sinnum stærri en notuð eru á sjóstöng heima,“ segir Bjössi og lýsir útbúnaðinum nánar. Bjössi hefur stundað stangveiði áratugum saman og farið um allan heim til að stunda þá iðju; Rússlands, Skotlands, Argentínu … aðallega til að elta laxinn. „Mig hefur alltaf langað til að fara í þetta og lét loks verða af því. Við sjáum ekki eftir því.“ Hann segir þetta tíu sinnum stærri fisk en þann stærsta sem hann hefur fram til þessa landað. „Ég hef fengið 40 pundara í Rússlandi. Já, þar eru þeir stórir. Það var reyndar stærsti lax sem veiddist þar það árið sem var 2004 eða 2005.“Rándýr fiskur Bjössi og félagar eru að halda til veiða í dag, fara svo í golf á morgun og eru væntanlegir til landsins aðfaranótt föstudags. Hann lætur vel af veiðum í Kanada. „Ég held að það fáist ekki svona fiskar annars staðar. Þetta er fiskur sem ég gæti selt fyrir 30 þúsund dollara. Happadráttur. Við megum reyndar ekki hirða hann, það er báturinn. Við komum bara blankir heim. Við erum að borga 2000 dollara fyrir bátinn á dag, 160 þúsund kall ef deilist á fjóra. Ekkert dýrt í samanburði við laxveiði heima. Þegar flugið er orðið ódýrt þá er þetta í lagi.“ Bjössi segir að svona fengur teljist mikill happadráttur enda hægt að fá mikið fé fyrir hann, svo mikið að menn tíma ekki að stoppa hann upp. „En, jú, hann færi vel á vegg.“
Stangveiði Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira