Bjössi í World Class dró risafisk í Kanada Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2018 14:20 Það kostaði gríðarleg átök að draga þennan væna fisk um borð. Stærsti fiskur sem Bjössi hefur dregið. Björn Leifsson, sem gjarnan er kenndur við líkamsræktarstöðina World Class – Bjössi í World Class – er veiðimaður af guðs náð. Hann er ásamt þremur félögum sínum við veiðar á Eyju Játvarðs Prins (e. Prince Edward Island) í Kanada og í gær settu þeir í og drógu um borð allsvakalegan fisk: 400 punda túnfisk, nánar tiltekið Bluefin Tuna. Vísir náði tali af Bjössa nú fyrir stundu og var hann býsna kátur með fenginn, að vonum. „Við settum í einn í morgun sem er helmingi stærri. Vorum með hann á í tvo tíma þegar slitnaði. Við vorum hálftíma að draga þennan um borð.“Mikil átök við að þreyta fiskinn og draga um borð Bjössi lýsir veiðunum þannig að þeir fara út með sjóstangveiðibát en áður en þeir fara út veiða þeir makríl sem svo er notaður lifandi í beitu. „Sniðugt að veiða beituna sjálfur. Makríllinn er svo geymdur í kari um borð. Við erum með þrjár stangir úti og svo skiptast menn á að draga þegar bítur á, því það er enginn einn sem getur þreytt svona kvikindi. Þetta eru svo mikil átök,“ segir Bjössi sem er vel að manni. Þannig að eitthvað hefur kostað að draga fiskinn um borð.Bjössi ásamt félaga sínum. Eins og sjá má er þetta enginn smáræðis skepna sem þeir drógu um borð í gær. Rennilegur og sterkur.„Hann tók alla línuna út trekk í trekk, svakalega gaman. Svo þegar hann fór að nálgast dró hann stöngina alveg niður í sjó. Hjólin sem verið er að nota er fimm til sex sinnum stærri en notuð eru á sjóstöng heima,“ segir Bjössi og lýsir útbúnaðinum nánar. Bjössi hefur stundað stangveiði áratugum saman og farið um allan heim til að stunda þá iðju; Rússlands, Skotlands, Argentínu … aðallega til að elta laxinn. „Mig hefur alltaf langað til að fara í þetta og lét loks verða af því. Við sjáum ekki eftir því.“ Hann segir þetta tíu sinnum stærri fisk en þann stærsta sem hann hefur fram til þessa landað. „Ég hef fengið 40 pundara í Rússlandi. Já, þar eru þeir stórir. Það var reyndar stærsti lax sem veiddist þar það árið sem var 2004 eða 2005.“Rándýr fiskur Bjössi og félagar eru að halda til veiða í dag, fara svo í golf á morgun og eru væntanlegir til landsins aðfaranótt föstudags. Hann lætur vel af veiðum í Kanada. „Ég held að það fáist ekki svona fiskar annars staðar. Þetta er fiskur sem ég gæti selt fyrir 30 þúsund dollara. Happadráttur. Við megum reyndar ekki hirða hann, það er báturinn. Við komum bara blankir heim. Við erum að borga 2000 dollara fyrir bátinn á dag, 160 þúsund kall ef deilist á fjóra. Ekkert dýrt í samanburði við laxveiði heima. Þegar flugið er orðið ódýrt þá er þetta í lagi.“ Bjössi segir að svona fengur teljist mikill happadráttur enda hægt að fá mikið fé fyrir hann, svo mikið að menn tíma ekki að stoppa hann upp. „En, jú, hann færi vel á vegg.“ Stangveiði Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Björn Leifsson, sem gjarnan er kenndur við líkamsræktarstöðina World Class – Bjössi í World Class – er veiðimaður af guðs náð. Hann er ásamt þremur félögum sínum við veiðar á Eyju Játvarðs Prins (e. Prince Edward Island) í Kanada og í gær settu þeir í og drógu um borð allsvakalegan fisk: 400 punda túnfisk, nánar tiltekið Bluefin Tuna. Vísir náði tali af Bjössa nú fyrir stundu og var hann býsna kátur með fenginn, að vonum. „Við settum í einn í morgun sem er helmingi stærri. Vorum með hann á í tvo tíma þegar slitnaði. Við vorum hálftíma að draga þennan um borð.“Mikil átök við að þreyta fiskinn og draga um borð Bjössi lýsir veiðunum þannig að þeir fara út með sjóstangveiðibát en áður en þeir fara út veiða þeir makríl sem svo er notaður lifandi í beitu. „Sniðugt að veiða beituna sjálfur. Makríllinn er svo geymdur í kari um borð. Við erum með þrjár stangir úti og svo skiptast menn á að draga þegar bítur á, því það er enginn einn sem getur þreytt svona kvikindi. Þetta eru svo mikil átök,“ segir Bjössi sem er vel að manni. Þannig að eitthvað hefur kostað að draga fiskinn um borð.Bjössi ásamt félaga sínum. Eins og sjá má er þetta enginn smáræðis skepna sem þeir drógu um borð í gær. Rennilegur og sterkur.„Hann tók alla línuna út trekk í trekk, svakalega gaman. Svo þegar hann fór að nálgast dró hann stöngina alveg niður í sjó. Hjólin sem verið er að nota er fimm til sex sinnum stærri en notuð eru á sjóstöng heima,“ segir Bjössi og lýsir útbúnaðinum nánar. Bjössi hefur stundað stangveiði áratugum saman og farið um allan heim til að stunda þá iðju; Rússlands, Skotlands, Argentínu … aðallega til að elta laxinn. „Mig hefur alltaf langað til að fara í þetta og lét loks verða af því. Við sjáum ekki eftir því.“ Hann segir þetta tíu sinnum stærri fisk en þann stærsta sem hann hefur fram til þessa landað. „Ég hef fengið 40 pundara í Rússlandi. Já, þar eru þeir stórir. Það var reyndar stærsti lax sem veiddist þar það árið sem var 2004 eða 2005.“Rándýr fiskur Bjössi og félagar eru að halda til veiða í dag, fara svo í golf á morgun og eru væntanlegir til landsins aðfaranótt föstudags. Hann lætur vel af veiðum í Kanada. „Ég held að það fáist ekki svona fiskar annars staðar. Þetta er fiskur sem ég gæti selt fyrir 30 þúsund dollara. Happadráttur. Við megum reyndar ekki hirða hann, það er báturinn. Við komum bara blankir heim. Við erum að borga 2000 dollara fyrir bátinn á dag, 160 þúsund kall ef deilist á fjóra. Ekkert dýrt í samanburði við laxveiði heima. Þegar flugið er orðið ódýrt þá er þetta í lagi.“ Bjössi segir að svona fengur teljist mikill happadráttur enda hægt að fá mikið fé fyrir hann, svo mikið að menn tíma ekki að stoppa hann upp. „En, jú, hann færi vel á vegg.“
Stangveiði Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira