Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína harðnar verulega Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 13:40 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning. Vísir/AP Bandaríkin ætla að beita Kína nýjum tollum á um innfluttar vörur sem samsvara um 200 milljörðum dala. Það eru umfangsmestu tollar Bandaríkjanna gagnvart Kína hingað til og er útlit fyrir að þeir verði enn umfangsmeiri á næstunni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning. Trump sagði tollunum ætlað að stöðva „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja. „Við höfum verið mjög skýrir um hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað og við höfum gefið Kína næg tækifæri til að koma fram við okkur af meiri sanngirni. En, enn sem komið er, hafa Kínverjar ekki viljað breyta háttalagi sínu,“ sagði Trump.Yfirvöld Kína segja að þeir muni bregðast við tollunum með eigin tollum, um leið og tollar Bandaríkjanna taka gildi. Þrátt fyrir að Trump hafi heitið því að auka tolla Bandaríkjanna enn fremur, svari Kínverjar með eigin tollum. Trump lýsti þeim tollum sem „þriðja fasa“ viðskiptastríðs Kína og Bandaríkjanna.Samkvæmt Reuters myndu „þriðja fasa“ tollarnir ná yfir nánast allar þær vörur sem Bandaríkin kaupa af Kína.Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína segir ekkert um hvernig Kínverjar munu svara tollum Trump. Hins vegar segir að óvissa ríki nú varðandi viðræður ríkjanna. „Kína hefur ávalt lagt áherslu á að eina leiðin til að leysa viðskiptadeilur Kína og Bandaríkjanna sé með viðræðum á grundvelli jafnréttis, sanngirni og virðingar. Aðgerðir Bandaríkjanna gefa þó í skyn að þeir séu ekki tilbúnir til að sýna einlægni eða góðvilja.“ Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bandaríkin ætla að beita Kína nýjum tollum á um innfluttar vörur sem samsvara um 200 milljörðum dala. Það eru umfangsmestu tollar Bandaríkjanna gagnvart Kína hingað til og er útlit fyrir að þeir verði enn umfangsmeiri á næstunni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning. Trump sagði tollunum ætlað að stöðva „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja. „Við höfum verið mjög skýrir um hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað og við höfum gefið Kína næg tækifæri til að koma fram við okkur af meiri sanngirni. En, enn sem komið er, hafa Kínverjar ekki viljað breyta háttalagi sínu,“ sagði Trump.Yfirvöld Kína segja að þeir muni bregðast við tollunum með eigin tollum, um leið og tollar Bandaríkjanna taka gildi. Þrátt fyrir að Trump hafi heitið því að auka tolla Bandaríkjanna enn fremur, svari Kínverjar með eigin tollum. Trump lýsti þeim tollum sem „þriðja fasa“ viðskiptastríðs Kína og Bandaríkjanna.Samkvæmt Reuters myndu „þriðja fasa“ tollarnir ná yfir nánast allar þær vörur sem Bandaríkin kaupa af Kína.Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína segir ekkert um hvernig Kínverjar munu svara tollum Trump. Hins vegar segir að óvissa ríki nú varðandi viðræður ríkjanna. „Kína hefur ávalt lagt áherslu á að eina leiðin til að leysa viðskiptadeilur Kína og Bandaríkjanna sé með viðræðum á grundvelli jafnréttis, sanngirni og virðingar. Aðgerðir Bandaríkjanna gefa þó í skyn að þeir séu ekki tilbúnir til að sýna einlægni eða góðvilja.“
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira