Vísindamennirnir könnuðu aðstæður á plánetunni, Proxima Centauri b, með að því beita sambærilegum reikniformúlum og notaðar eru hér á Jörðu niðri til að kanna áhrif loftslagsbreytinga. Þetta þýðir að vísindamennirnir þurftu að gefa sér það að vatn væri til staðar á plánetunni, en það er ekki vitað fyrir víst.

Proxima Centauri b er í 4,2 ljósára fjarlægð og er á sporbraut um fylgistjörnu sína á svokölluðu Gullbráar-svæði, eða lífvænlegu svæði. Reikistjarnan er í bundinni snúningshreyfingu, þannig að önnur hlið hennar snýr ávallt að stjörnunni.
Del Genio og hópur hans telja að sterkir útfjólubláir geislar frá Proxima Centauri geti stuðlað að því að ís á þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr út í geim bráðni á ákveðnum svæðum og þar sé mögulega fljótandi vatn að finna.
Vonast er til að næsta kynslóð geimsjónauka, eins og Extremely Large Telescope sem nú er verið að reisa í Chile, muni geta greint ummerki hita sem berst frá plánetunni.