Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2018 17:44 Stjórn FKA fundaði um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur í dag. fréttablaðið/GVA/ERNIR Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu stjórnar segir „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni.“ „Í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað síðustu daga skorar stjórn FKA á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka aðkomu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og fyrrverandi forstjóra ON til hlítar. Einnig er mikilvægt að kanna stöðu félagslegra- og andlegra þátta meðal starfsfólks beggja fyrirtækjanna til að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða innan fyrirtækjanna“ Stjórn FKA segist vilja með yfirlýsingunni standa upp fyrir þeim kjarki sem Áslaug sýndi með því að samþykkja ekki að málið sé þaggað niður. Málinu sé hvergi nærri lokið og ekki verður gefið eftir kröfunni um breytingar á viðhorfum í atvinnulífinu. Hulda Ragnheiður Árnadóttir stjórnarkona í FKA segir stjórnina ætla að standa með Áslaugu Thelmu í þessu máli, ekki síst til að sýna öllum konum sem eru í sömu sporum að þær séu ekki einar. Að lokum vill Stjórn FKA hvetja alla þá sem telja vinnuumhverfi vera óheilbrigt vegna kynbundinnar- eða kynferðislegar áreitni að láta í sér heyra. Ef viðkomandi treystir sér ekki til þess innan vinnustaðarins getur hann komið nafnlausri ábendingu til Vinnueftirlitsins sem metur tilefni til rannsóknar á vinnustaðnum. Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu stjórnar segir „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni.“ „Í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað síðustu daga skorar stjórn FKA á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka aðkomu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og fyrrverandi forstjóra ON til hlítar. Einnig er mikilvægt að kanna stöðu félagslegra- og andlegra þátta meðal starfsfólks beggja fyrirtækjanna til að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða innan fyrirtækjanna“ Stjórn FKA segist vilja með yfirlýsingunni standa upp fyrir þeim kjarki sem Áslaug sýndi með því að samþykkja ekki að málið sé þaggað niður. Málinu sé hvergi nærri lokið og ekki verður gefið eftir kröfunni um breytingar á viðhorfum í atvinnulífinu. Hulda Ragnheiður Árnadóttir stjórnarkona í FKA segir stjórnina ætla að standa með Áslaugu Thelmu í þessu máli, ekki síst til að sýna öllum konum sem eru í sömu sporum að þær séu ekki einar. Að lokum vill Stjórn FKA hvetja alla þá sem telja vinnuumhverfi vera óheilbrigt vegna kynbundinnar- eða kynferðislegar áreitni að láta í sér heyra. Ef viðkomandi treystir sér ekki til þess innan vinnustaðarins getur hann komið nafnlausri ábendingu til Vinnueftirlitsins sem metur tilefni til rannsóknar á vinnustaðnum.
Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23
Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51