Coca-Cola sagt vilja framleiða kannabisdrykki Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2018 15:51 Coca-Cola gæti notað Cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. vísir/getty Gosdrykkjarisinn Coca-Cola er sagður eiga í viðræðum við kanadískan kannbisræktanda. Markmiðið með viðræðunum, að sögn miðilisins BNN Bloomberg, er að þróa gosdrykki sem munu innihalda Cannabidiol, eitt af innihaldsefnum kannabis. Markmiðið sé þó ekki að nota efnið sem vímugjafa heldur til að slá á verki. Coca-Cola hefur ekki viljað tjá sig um viðræðurnar en segir þó að fyrirtækið fylgist náið með framvindu kannabisdrykkjarmarkaðarins. Coca-Cola segist því vera í sambærilegum hugleiðingum og aðrir drykkjarvöruframleiðendur, sem íhuga að nota cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. Cannabidiol er sagt geta slegið á bólgur, verki og krampa en hefur þó engin ofskynjunaráhrif. Viðræður Coca-Cola og kanadíska kannabisframleiðandans Aurora Cannabis eru sagðar á vef breska ríkisútvarpsins vera afsprengi nýrrar vímuefnalöggjafar í Kanada. Frá og með 17. október næstkomandi geta Kanadamenn keypt sér kannabis löglega, en áður hafði notkun efnisins aðeins verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi. Fyrr á þessu ári var greint frá samstarfi bjórrisans Molson Coors Brewing og Hydropothecary, sem framleiðir margvíslegar vörur úr kannabis. Þá fjárfesti Costellation Brands, sem er hvað þekktast fyrir bjórinn Corona, í kannabisframleiðandanum Canopy Grotwh fyrir um fjóra milljarða dala. Verði af samstarfi Coca-Cola og Aurora væri um að ræða fyrstu tilraun gosdrykkjaframleiðanda til að fóta sig á kannabisdrykkjamarkaðnum. Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola er sagður eiga í viðræðum við kanadískan kannbisræktanda. Markmiðið með viðræðunum, að sögn miðilisins BNN Bloomberg, er að þróa gosdrykki sem munu innihalda Cannabidiol, eitt af innihaldsefnum kannabis. Markmiðið sé þó ekki að nota efnið sem vímugjafa heldur til að slá á verki. Coca-Cola hefur ekki viljað tjá sig um viðræðurnar en segir þó að fyrirtækið fylgist náið með framvindu kannabisdrykkjarmarkaðarins. Coca-Cola segist því vera í sambærilegum hugleiðingum og aðrir drykkjarvöruframleiðendur, sem íhuga að nota cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. Cannabidiol er sagt geta slegið á bólgur, verki og krampa en hefur þó engin ofskynjunaráhrif. Viðræður Coca-Cola og kanadíska kannabisframleiðandans Aurora Cannabis eru sagðar á vef breska ríkisútvarpsins vera afsprengi nýrrar vímuefnalöggjafar í Kanada. Frá og með 17. október næstkomandi geta Kanadamenn keypt sér kannabis löglega, en áður hafði notkun efnisins aðeins verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi. Fyrr á þessu ári var greint frá samstarfi bjórrisans Molson Coors Brewing og Hydropothecary, sem framleiðir margvíslegar vörur úr kannabis. Þá fjárfesti Costellation Brands, sem er hvað þekktast fyrir bjórinn Corona, í kannabisframleiðandanum Canopy Grotwh fyrir um fjóra milljarða dala. Verði af samstarfi Coca-Cola og Aurora væri um að ræða fyrstu tilraun gosdrykkjaframleiðanda til að fóta sig á kannabisdrykkjamarkaðnum.
Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00