Viðskiptamenn ársins Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. september 2018 07:00 Yfirmaður minn einu sinni var mikið og skært nýstirni í íslensku viðskiptalífi. Hann þótti rosagóður í bissness. Hugmyndaríkur og áræðinn. Mér fannst þetta fínn náungi svona í daglegri viðkynningu og vona að hann sé að gera það gott núna og sé búinn að finna jafnvægið í lífinu. Það hefur lítið spurst til hans. Þetta var nokkrum árum fyrir hrun. Mér finnst það svo ótrúlega bitastætt, nú þegar ég lít til baka og velti fyrir mér stöðu viðskiptastjarnanna í íslensku viðskiptalífi, að síðasta símtalið sem ég átti við þennan unga mann, sem undirmaður hans, var þegar hann hringdi í mig úr tíkallasíma á Kvíabryggju. Hann var alveg hress og allt það, en hann hringdi semsagt til þess að segja mér að peningarnir væru því miður búnir — starfsemin hefði farið of geyst af stað — og nú þyrfti ég að fara að segja upp fólki. Hann var sjálfur að afplána dóm sem hann hafði fengið nokkru fyrr út af peningamálum. Ég vatt mér í verkefnið. Fólk grét og þetta var erfitt. Skömmu síðar var mér sagt upp. Á afmælisdaginn minn. Rétt eftir það hætti svo starfsemin alveg. Hún fjaraði út í peningaskorti.Hvað gerðist? Ég velti stundum fyrir mér og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um svarið: Hvað er góður viðskiptamaður? Hvað er góður stjórnandi í fyrirtæki? Nú hefur maður lesið af athygli og með þónokkurri undrun fréttir af íslensku flugfélögunum. Þeim hafa stýrt á undanförnum árum miklir mógúlar í viðskiptalífinu. Ég hugsa að þetta séu alveg ágætismenn. Hugmyndaríkir og áræðnir. Snjallir í tölunum. En vangavelturnar sem æpa á mig eru samt sem áður þessar: Það hefur beinlínis orðið fordæmalaus sprenging í túrisma á Íslandi á undanförnum árum. Fjöldi ferðafólks hingað til lands hefur aukist stjarnfræðilega. Flugfélögin hafa flutt hingað fólkið frá öllum heimshornum. Eldsneytisverð hefur verið í sögulegum lægðum. Hafa ekki ríkt kjörskilyrði til þess að reka flugfélag? Af hverju eiga félögin, eftir svona langan og góðan uppgangstíma, ekki haug af seðlum?Innistæðulaust tal Glætan spætan. Eldsneytisverð hækkar (eins og við mátti búast, ekki satt?) og vá. Allt er í steik. Ég veit ekki hvernig á að reka flugfélag. Kannski er samkeppnin svo mikil að öll flugfélög eru í raun nauðbeygð til að verðleggja sig í þrot. Það kann að vera. Ef til vill hafði Richard Branson rétt fyrir sér þegar hann sagði að besta leiðin fyrir milljarðamæring til þess að verða milljónamæringur sé að eiga flugfélag. En hversu heimskulegt er þetta samt? Sem Íslendingur er maður orðinn æði vanur því að fólk í viðskiptum sé dásamað og vöxtur fyrirtækja þeirra álitinn ríkulegt aðdáunarefni. Valdir eru viðskiptamenn ársins og tekin drottningarviðtöl um framtíðaráætlanir og hvernig ebitada og skúbidada og cashflow og margína muni skrilljónfaldast. Í hruninu var þjóðin rækilega minnt á það hvernig allt svona tal getur verið algjörlega innistæðulaust. Að baki velsældinni eru alltaf skuldir. Á bak við allt lán er lán. Eftir hrun liðu nokkur ár þar sem beinlínis allt fólk í viðskiptum var litið hornauga. Á tímabili fannst mér eins og stemningin væri þannig að enginn mætti yfirhöfuð hafa nein áform um neitt, ekki fjárfesta í neinu, ekki byggja neitt, nema kannski mögulega frú Vigdís Finnbogadóttir. Allir aðrir voru tortryggilegir. Það má eitthvað á milli vera. Við þurfum góð, vel rekin fyrirtæki. Þá kom einmitt ferðaþjónustan og allur uppgangurinn. Maður gladdist yfir því að leiðsögufólk í lopapeysum náði loksins að græða fé. Konur á fjallahjólum stofnuðu fyrirtæki. Iðnaðarhúsnæði varð gistihús. Líf spratt. Var ljóðrænt réttlæti að verki? Nýtt heilbrigt viðskiptalíf að verða til?Sami lærdómurinn Stinga þá ekki þessir viðskiptamenn ársins aftur upp kollinum. Hressir. Öruggir. Búnir að hugsa þetta. Staðan er borðleggjandi. Þetta getur ekki klikkað. Þeirra tími er kominn. Í framtíðinni verður flug ókeypis. Ársreikningar sýna trausta stöðu. Frábær milliuppgjör. Fregnirnar af vandræðum WOW í liðinni viku sýndu manni enn og aftur hversu fyndið og fáránlegt allt þetta tal er í raun og veru. Einn daginn eru peningarnir bara búnir. Allir hressir samt. Svona er lífið. Sjitt happens. Þetta reddaðist ekki. Kannski reddast WOW og kannski reddast Icelandair. Eftir stendur þó enn einn harður lærdómurinn um sífellt það sama: Þeir sem fljúga hæst falla hraðast. Einhvern tímann verður vonandi í fararbroddi í viðskiptalífinu fólk sem er raunsærra, jarðbundnara, ekki of bjartsýnt. Það má vel vera eldhugar. Oft er hæfilegt óraunsæi drifkraftur framkvæmda. Það má vera áræðið. Það má vera hugmyndaríkt. Bara ekki hringja í okkur hin úr tíkallasímanum á Kvíabryggju enn eina ferðina til að segja okkur að peningarnir séu búnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Yfirmaður minn einu sinni var mikið og skært nýstirni í íslensku viðskiptalífi. Hann þótti rosagóður í bissness. Hugmyndaríkur og áræðinn. Mér fannst þetta fínn náungi svona í daglegri viðkynningu og vona að hann sé að gera það gott núna og sé búinn að finna jafnvægið í lífinu. Það hefur lítið spurst til hans. Þetta var nokkrum árum fyrir hrun. Mér finnst það svo ótrúlega bitastætt, nú þegar ég lít til baka og velti fyrir mér stöðu viðskiptastjarnanna í íslensku viðskiptalífi, að síðasta símtalið sem ég átti við þennan unga mann, sem undirmaður hans, var þegar hann hringdi í mig úr tíkallasíma á Kvíabryggju. Hann var alveg hress og allt það, en hann hringdi semsagt til þess að segja mér að peningarnir væru því miður búnir — starfsemin hefði farið of geyst af stað — og nú þyrfti ég að fara að segja upp fólki. Hann var sjálfur að afplána dóm sem hann hafði fengið nokkru fyrr út af peningamálum. Ég vatt mér í verkefnið. Fólk grét og þetta var erfitt. Skömmu síðar var mér sagt upp. Á afmælisdaginn minn. Rétt eftir það hætti svo starfsemin alveg. Hún fjaraði út í peningaskorti.Hvað gerðist? Ég velti stundum fyrir mér og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um svarið: Hvað er góður viðskiptamaður? Hvað er góður stjórnandi í fyrirtæki? Nú hefur maður lesið af athygli og með þónokkurri undrun fréttir af íslensku flugfélögunum. Þeim hafa stýrt á undanförnum árum miklir mógúlar í viðskiptalífinu. Ég hugsa að þetta séu alveg ágætismenn. Hugmyndaríkir og áræðnir. Snjallir í tölunum. En vangavelturnar sem æpa á mig eru samt sem áður þessar: Það hefur beinlínis orðið fordæmalaus sprenging í túrisma á Íslandi á undanförnum árum. Fjöldi ferðafólks hingað til lands hefur aukist stjarnfræðilega. Flugfélögin hafa flutt hingað fólkið frá öllum heimshornum. Eldsneytisverð hefur verið í sögulegum lægðum. Hafa ekki ríkt kjörskilyrði til þess að reka flugfélag? Af hverju eiga félögin, eftir svona langan og góðan uppgangstíma, ekki haug af seðlum?Innistæðulaust tal Glætan spætan. Eldsneytisverð hækkar (eins og við mátti búast, ekki satt?) og vá. Allt er í steik. Ég veit ekki hvernig á að reka flugfélag. Kannski er samkeppnin svo mikil að öll flugfélög eru í raun nauðbeygð til að verðleggja sig í þrot. Það kann að vera. Ef til vill hafði Richard Branson rétt fyrir sér þegar hann sagði að besta leiðin fyrir milljarðamæring til þess að verða milljónamæringur sé að eiga flugfélag. En hversu heimskulegt er þetta samt? Sem Íslendingur er maður orðinn æði vanur því að fólk í viðskiptum sé dásamað og vöxtur fyrirtækja þeirra álitinn ríkulegt aðdáunarefni. Valdir eru viðskiptamenn ársins og tekin drottningarviðtöl um framtíðaráætlanir og hvernig ebitada og skúbidada og cashflow og margína muni skrilljónfaldast. Í hruninu var þjóðin rækilega minnt á það hvernig allt svona tal getur verið algjörlega innistæðulaust. Að baki velsældinni eru alltaf skuldir. Á bak við allt lán er lán. Eftir hrun liðu nokkur ár þar sem beinlínis allt fólk í viðskiptum var litið hornauga. Á tímabili fannst mér eins og stemningin væri þannig að enginn mætti yfirhöfuð hafa nein áform um neitt, ekki fjárfesta í neinu, ekki byggja neitt, nema kannski mögulega frú Vigdís Finnbogadóttir. Allir aðrir voru tortryggilegir. Það má eitthvað á milli vera. Við þurfum góð, vel rekin fyrirtæki. Þá kom einmitt ferðaþjónustan og allur uppgangurinn. Maður gladdist yfir því að leiðsögufólk í lopapeysum náði loksins að græða fé. Konur á fjallahjólum stofnuðu fyrirtæki. Iðnaðarhúsnæði varð gistihús. Líf spratt. Var ljóðrænt réttlæti að verki? Nýtt heilbrigt viðskiptalíf að verða til?Sami lærdómurinn Stinga þá ekki þessir viðskiptamenn ársins aftur upp kollinum. Hressir. Öruggir. Búnir að hugsa þetta. Staðan er borðleggjandi. Þetta getur ekki klikkað. Þeirra tími er kominn. Í framtíðinni verður flug ókeypis. Ársreikningar sýna trausta stöðu. Frábær milliuppgjör. Fregnirnar af vandræðum WOW í liðinni viku sýndu manni enn og aftur hversu fyndið og fáránlegt allt þetta tal er í raun og veru. Einn daginn eru peningarnir bara búnir. Allir hressir samt. Svona er lífið. Sjitt happens. Þetta reddaðist ekki. Kannski reddast WOW og kannski reddast Icelandair. Eftir stendur þó enn einn harður lærdómurinn um sífellt það sama: Þeir sem fljúga hæst falla hraðast. Einhvern tímann verður vonandi í fararbroddi í viðskiptalífinu fólk sem er raunsærra, jarðbundnara, ekki of bjartsýnt. Það má vel vera eldhugar. Oft er hæfilegt óraunsæi drifkraftur framkvæmda. Það má vera áræðið. Það má vera hugmyndaríkt. Bara ekki hringja í okkur hin úr tíkallasímanum á Kvíabryggju enn eina ferðina til að segja okkur að peningarnir séu búnir.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun