Telur kerfið fyrir börn í fíkni- og geðvanda hafa versnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 20:15 Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira