Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2018 18:10 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11
Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02