Launahækkanir Maduro valda verslunum erfiðleikum Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 14:00 Verslanir hafa átt í erfiðleikum með að fylla hillur sínar. Nú vegna mikilla launahækkana neyðast þær margar hverjar til að hætta. Vísir/EPA Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar hafa herjað á Venesúela undanfarin ár, forsetinn Nicolás Maduro hefur verið gagnrýndur fyrir stefnur sínar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Síðasta útspil stjórnarinnar og Maduro hefur dregið dilk á eftir sér. Maduro fyrirskipaði í ágúst um hækkun lægstu launa um næstum 3500 % í einum rykk. Þetta hefur haft það í för með sér að samkvæmt viðskiptaráði Venesúela hafa um 40% verslana í landinu lagt upp laupana. Miami Herald greinir frá. Verslun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna hríðversnandi efnahagsástands í landinu en síðustu aðgerðir hafa veitt mörgum banahöggið. María Uzcátegui forseti viðskiptaráðsins segir að verslunareigendum hafi verið gert það óheimilt að hækka verð til að koma á móti launahækkunum starfsfólks. Hækki verslunarmenn verð eigi þeir á hættu að vera fangelsaðir. Því neyðast verslanir til að borga starfsfólki hærri laun á sama tíma og þær neyðast til að selja vörur á mánaðargömlu verði sem nú er komið undir kostnaðarverð. Uzcategui segir að vegna verðbólgunnar í landinu sé vart hægt að selja vörur á sama verði tvo daga í röð. Hagfræðingurinn Orlando Ochoa sagði við Miami Herald að búðirnar ráði ekki við launahækkanir enda hafi þær nú þegar verið í vandræðum vegna erfiðleika við innkaup frá erlendum birgjum og geta því vart fyllt hillur verslana. Venesúela Tengdar fréttir Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00 Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16 Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar hafa herjað á Venesúela undanfarin ár, forsetinn Nicolás Maduro hefur verið gagnrýndur fyrir stefnur sínar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Síðasta útspil stjórnarinnar og Maduro hefur dregið dilk á eftir sér. Maduro fyrirskipaði í ágúst um hækkun lægstu launa um næstum 3500 % í einum rykk. Þetta hefur haft það í för með sér að samkvæmt viðskiptaráði Venesúela hafa um 40% verslana í landinu lagt upp laupana. Miami Herald greinir frá. Verslun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna hríðversnandi efnahagsástands í landinu en síðustu aðgerðir hafa veitt mörgum banahöggið. María Uzcátegui forseti viðskiptaráðsins segir að verslunareigendum hafi verið gert það óheimilt að hækka verð til að koma á móti launahækkunum starfsfólks. Hækki verslunarmenn verð eigi þeir á hættu að vera fangelsaðir. Því neyðast verslanir til að borga starfsfólki hærri laun á sama tíma og þær neyðast til að selja vörur á mánaðargömlu verði sem nú er komið undir kostnaðarverð. Uzcategui segir að vegna verðbólgunnar í landinu sé vart hægt að selja vörur á sama verði tvo daga í röð. Hagfræðingurinn Orlando Ochoa sagði við Miami Herald að búðirnar ráði ekki við launahækkanir enda hafi þær nú þegar verið í vandræðum vegna erfiðleika við innkaup frá erlendum birgjum og geta því vart fyllt hillur verslana.
Venesúela Tengdar fréttir Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00 Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16 Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00
Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16
Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00