Einar Jónsson: Vorum lamdir út úr leiknum – Þægilegt að dæma gegn okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 15. september 2018 19:15 Einar Jónsson þjálfar nú Gróttu Vísir/Andri Marinó „Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
„Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30