Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 17:39 Kavanaugh verður nær örugglega skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hvað sem ásökunum líður. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að ekkert sé hæft í ásökunum um að hann hafi brotið kynferðislega á skólasystur sinni í framhaldsskóla. Bandaríkjaþing metur nú hæfi Kavanaugh til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um tilnefningu Kavanaugh segja að þeim hafi borist upplýsingar um meint kynferðisbrot hans gegn stúlku á framhaldsskólaárum hans. Þeir hafa vísað málinu til alríkislögreglunnar FBI, að því er segir í frétt Reuters. Konan, sem ekki hefur verið nafngreind, sakar Kavanaugh um að hafa reynt að þröngva sér upp á hana í teiti. Kavanaugh hafi haldið henni fastri og haldið fyrir vit hennar áður en henni tókst að losna undan honum. „Ég hafna þessum ásökunum afdráttarlaust og tvímælalaust. Ég gerði þetta ekki í framhaldsskóla né nokkru sinni,“ sagði Kavanaugh í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér vegna ásakananna. Þrátt fyrir þetta telja repúblikanar, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni, ekki ástæðu til að fresta umfjöllun þingsins um skipan Kavanaugh. Talsmaður Chucks Grassley, formanns dómsmálanefndarinnar, segir að atkvæðagreiðsla nefndarinnar fari fram eins og áætlað var á fimmtudag. Allt útlit er fyrir að skipan Kavanaugh verði staðfest í öldungadeildinni á næstu vikum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að ekkert sé hæft í ásökunum um að hann hafi brotið kynferðislega á skólasystur sinni í framhaldsskóla. Bandaríkjaþing metur nú hæfi Kavanaugh til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um tilnefningu Kavanaugh segja að þeim hafi borist upplýsingar um meint kynferðisbrot hans gegn stúlku á framhaldsskólaárum hans. Þeir hafa vísað málinu til alríkislögreglunnar FBI, að því er segir í frétt Reuters. Konan, sem ekki hefur verið nafngreind, sakar Kavanaugh um að hafa reynt að þröngva sér upp á hana í teiti. Kavanaugh hafi haldið henni fastri og haldið fyrir vit hennar áður en henni tókst að losna undan honum. „Ég hafna þessum ásökunum afdráttarlaust og tvímælalaust. Ég gerði þetta ekki í framhaldsskóla né nokkru sinni,“ sagði Kavanaugh í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér vegna ásakananna. Þrátt fyrir þetta telja repúblikanar, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni, ekki ástæðu til að fresta umfjöllun þingsins um skipan Kavanaugh. Talsmaður Chucks Grassley, formanns dómsmálanefndarinnar, segir að atkvæðagreiðsla nefndarinnar fari fram eins og áætlað var á fimmtudag. Allt útlit er fyrir að skipan Kavanaugh verði staðfest í öldungadeildinni á næstu vikum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11
Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02