Erlent

Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Tré hafa víða brotnað og fallið á vegi og hús.
Tré hafa víða brotnað og fallið á vegi og hús. Vísir/EPA
Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna.

Tólf manns var bjargað úr hóteli sem var að hruni komið. Þúsundir hafast nú við í neyðarskýlum og hafa heilu bæirnir farið undir vatn.

Flórens hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur. Ríkisstjóri Norður Karólínufylkis sagði á blaðamannafundi nú í kvöld að enn þá sé verið að rannsaka nokkur dauðsföll. Heilbrigðisyfirvöld eiga eftir að úrskurða um það hvort að dauðsföllin séu tengd fellibylnum.

Rýmingarviðvörun er í gildi fyrir um 1,7 milljón manns. Samkvæmt Bandarísku veðurstöðinni hafa mestu hviður Flórens verið 110 kílómetrar á klukkustund.

Móðir og barn létust eftir að tré féll á hús þeirra í bænum Wilmington í Norður Karólínufylki. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur á sjúkrahús með áverka.


Tengdar fréttir

Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi

Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×