WOW greindi frá þessu í tilkynningu til fjölmiðla nú síðdegis í dag. Þar kom fram að skuldabréfaútboði WOW ljúki þriðjudaginn 18. september klukkan 14 að íslenskum tíma.
Er skuldabréfafjármögnun WOW hugsuð sem brúarfjármögnun að áformuðu hlutafjárútboði.

„Þetta er allavega skref í rétt átt en ég held að almennt séð þá eru enn þessar áskoranir á markaði sem félagið hefur staðið frammi fyrir,“ segir Konráð.
Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna.
„Þetta á allt saman ennþá við, en þetta er engu að síður jákvæðar fréttir sem komu í dag.“