„Nú er komið að þeirri stundu að hleypa sannleikanum inn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2018 13:29 Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar. Vísir/Vilhelm Málflutningi í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna lauk um klukkan 11 í morgun. Í dag tóku til máls þeir Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar. Albert Klahn var í Hæstarétti árið 1980 dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með því að hafa aðstoðað við líkflutninga í málunum. Í máli sínu sagði Guðjón Ólafur að þau atriði málanna um þá aðstoð Alberts kæmu ekki heim og saman, til að mynda væri ekki samræmi um hvaða bíl Albert átti að hafa ekið við flutningana. „Þegar Albert Klahn var yfirheyrður 23. desember 1975 var hann yfirheyrður sem vitni. Hann kvaðst þá hafa verið í Toyota fólksbifreið, bifreið föður síns. Albert fór ekki út úr bifreiðinni og sagðist ekki hafa séð hvað hinir báru með sér, en hafi sýnst að um einn poka hafi verið að ræða. Hins vegar er athyglisvert að faðir Alberts Klahn átti VolksWagen bifreið sem var með farangursgeymslu framan á bílnum, en ekki að aftan líkt og hefði verið í Toyota bifreið,“ sagði Guðjón Ólafur.Bæði saksóknari og verjendur fara fram á sýknu. Það er ekki á hverjum degi sem allir eru á sama máli í Hæstarétti.Vísir/VilhelmÞá hafi Albert sætt gæsluvarðhaldi í 88 daga vegna rannsókn málanna, allan tímann í einangrun, og var yfirheyrður í minnst 26 skipti. Frá því hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi var farið með Albert Klahn í að minnsta kosti 11 vettvangsferðir vegna rannsóknar málsins. Samanlögð skráð lengd viðtala og yfirheyrslna eru minnst 17 klukkustundir en gera má ráð fyrir að heildartíminn sé mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrslna er ekki skráð. Þá hafi Albert verið dáleiddur til að skýra framburð hans. Það hafi haft áhrif á skynjun hans og þar með trúverðugleika framburðar hans. Hvatti Guðjón Hæstarétt til að endurskoða málið rækilega miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið um óáreiðanleika játninganna. „Það er sól úti, látum vera sól í hjarta okkar,“ sagði Guðjón þegar hann lauk máli sínu.Aðstæður óboðlegar í Síðumúlafangelsi Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssona tók síðastur til máls. Hann lagði áherslu á mat réttarsálfræðinga á játningum sakborninganna, líkt og aðrir verjendur hafa gert. „Við erum að fjalla um tvö meint morðmál. En það eru engin lík. Það eru engin morðvopn. [....] Auk heldur er ekkert mótíf. Þessi atriði, ásamt einum mestu mistökum sem hafa orðið hér á landi við rannsókn sakamáls með misþyrmingu og pyntingum ákærðu, sem fólust ekki síst í langvinnu gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður.“ Hann sagði að játningarnar hefðu verið hannaðar af rannsakendum málsins og að sakfelling á grundvelli framburða kæmi ekki til greina. Þá fór hann einnig nokkuð ítarlega yfir þá illu meðferð sem Tryggvi mátti sæta í gæsluvarðhaldi. Tryggvi var 627 daga í einangrun og hélt dagbók þann tíma sem hann sat í varðhaldi í Síðumúlafangelsi. „Við sem vorum verjendur á þeim tíma þegar það var vitum nákvæmlega hvernig aðstæður voru á þeim stað. Þær voru óbóðlegar [...] Það var píning að setja fólk þar í gæsluvarðhald.“ Tryggvi var yfirheyrður alls 90 sinnum í samtals 124 klukkustundir. Þá var hann 16 sinnum tekinn í samprófanir og einnig var farið með Tryggva út úr fangelsinu í vettvangsferðir við rannsóknina. Þó liggja bara fyrir tíu skýrslur eftir þær yfirheyrslur, en Tryggvi hafi verið allur af vilja gerður til að vera samvinnuþýður við rannsókn málanna og jafnframt sá fyrsti til að draga framburð sinn til baka. Enginn man hvers vegna rannsókn hófst Jón sagði að rannsókn málanna mætti rekja til sögusagna og að nokkrir rannsakendur hafi seinna beðið Tryggva afsökunar á því að hafa blandað honum í málin. Stjórnandi rannsóknarinnar hafi sagt að hann mundi ekki hvers vegna rannsókn á Guðmundarmálinu hófst yfir höfuð. „Í þessu þekktasta sakamáli á 20. öldinni, eins og saksóknari orðaði það, þá muna rannsakendur og fulltrúi sakadóms sem stjórnaði rannsókninni, ekki eftir því hvers vegna rannsókn hófst í málinu.“ Jón segir mikla ábyrgð hvíla á dómstólum um að standa vörð um réttindi einstaklinga. Ef dómstólar bregðist séu grundvallar mannréttindi í hættu. Í þessum málum hafi rannsóknaraðilar brugðist og farið yfir öll leyfileg mörk við rannsókn málsins. Meðferðin á ákærðu hafi verið óboðleg og óforsvaranleg. „Líf margra er lagt í rúst í málum eins og þessum því það eru ekki bara sakborningarnir sem þjást heldur aðstandendur, foreldrar, systkini börn og vinir,“ segir Jón.Dómstólar verði að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök „Ungi maðurinn sem sat við eldhúsborðið 23. desember 1975, skjólstæðingur minn, sem var af óvörum rifinn í burtu og átti ekki afturkvæmt heim til sín næstu árin þurfti að líða mikið og hélt alltaf fram sakleysi sínu. Hann stofnaði heimili og kona hans, dóttir og dóttursonur eru hér í dag og fylgjast með gangi mála.“ Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og segir Jón að jafnvel á banabeði sínum hafi Tryggva verið umhugað um að nafn sitt yrði hreinsað og vonar að Hæstiréttur verði við því. „Dómstólar eins og aðrir verða að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök,“ sagði Jón þegar hann lauk máli sínu. „Nú er komið að þeirri stundu að hleypa sannleikanum inn.“ Að málflutningi loknum var gefið tækifæri á andsvörum og voru þau ekki ítarleg, þar sem saksóknari krefst sýknu í málunum. Þau voru að því loknu dómtekin. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Málflutningi í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna lauk um klukkan 11 í morgun. Í dag tóku til máls þeir Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar. Albert Klahn var í Hæstarétti árið 1980 dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með því að hafa aðstoðað við líkflutninga í málunum. Í máli sínu sagði Guðjón Ólafur að þau atriði málanna um þá aðstoð Alberts kæmu ekki heim og saman, til að mynda væri ekki samræmi um hvaða bíl Albert átti að hafa ekið við flutningana. „Þegar Albert Klahn var yfirheyrður 23. desember 1975 var hann yfirheyrður sem vitni. Hann kvaðst þá hafa verið í Toyota fólksbifreið, bifreið föður síns. Albert fór ekki út úr bifreiðinni og sagðist ekki hafa séð hvað hinir báru með sér, en hafi sýnst að um einn poka hafi verið að ræða. Hins vegar er athyglisvert að faðir Alberts Klahn átti VolksWagen bifreið sem var með farangursgeymslu framan á bílnum, en ekki að aftan líkt og hefði verið í Toyota bifreið,“ sagði Guðjón Ólafur.Bæði saksóknari og verjendur fara fram á sýknu. Það er ekki á hverjum degi sem allir eru á sama máli í Hæstarétti.Vísir/VilhelmÞá hafi Albert sætt gæsluvarðhaldi í 88 daga vegna rannsókn málanna, allan tímann í einangrun, og var yfirheyrður í minnst 26 skipti. Frá því hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi var farið með Albert Klahn í að minnsta kosti 11 vettvangsferðir vegna rannsóknar málsins. Samanlögð skráð lengd viðtala og yfirheyrslna eru minnst 17 klukkustundir en gera má ráð fyrir að heildartíminn sé mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrslna er ekki skráð. Þá hafi Albert verið dáleiddur til að skýra framburð hans. Það hafi haft áhrif á skynjun hans og þar með trúverðugleika framburðar hans. Hvatti Guðjón Hæstarétt til að endurskoða málið rækilega miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið um óáreiðanleika játninganna. „Það er sól úti, látum vera sól í hjarta okkar,“ sagði Guðjón þegar hann lauk máli sínu.Aðstæður óboðlegar í Síðumúlafangelsi Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssona tók síðastur til máls. Hann lagði áherslu á mat réttarsálfræðinga á játningum sakborninganna, líkt og aðrir verjendur hafa gert. „Við erum að fjalla um tvö meint morðmál. En það eru engin lík. Það eru engin morðvopn. [....] Auk heldur er ekkert mótíf. Þessi atriði, ásamt einum mestu mistökum sem hafa orðið hér á landi við rannsókn sakamáls með misþyrmingu og pyntingum ákærðu, sem fólust ekki síst í langvinnu gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður.“ Hann sagði að játningarnar hefðu verið hannaðar af rannsakendum málsins og að sakfelling á grundvelli framburða kæmi ekki til greina. Þá fór hann einnig nokkuð ítarlega yfir þá illu meðferð sem Tryggvi mátti sæta í gæsluvarðhaldi. Tryggvi var 627 daga í einangrun og hélt dagbók þann tíma sem hann sat í varðhaldi í Síðumúlafangelsi. „Við sem vorum verjendur á þeim tíma þegar það var vitum nákvæmlega hvernig aðstæður voru á þeim stað. Þær voru óbóðlegar [...] Það var píning að setja fólk þar í gæsluvarðhald.“ Tryggvi var yfirheyrður alls 90 sinnum í samtals 124 klukkustundir. Þá var hann 16 sinnum tekinn í samprófanir og einnig var farið með Tryggva út úr fangelsinu í vettvangsferðir við rannsóknina. Þó liggja bara fyrir tíu skýrslur eftir þær yfirheyrslur, en Tryggvi hafi verið allur af vilja gerður til að vera samvinnuþýður við rannsókn málanna og jafnframt sá fyrsti til að draga framburð sinn til baka. Enginn man hvers vegna rannsókn hófst Jón sagði að rannsókn málanna mætti rekja til sögusagna og að nokkrir rannsakendur hafi seinna beðið Tryggva afsökunar á því að hafa blandað honum í málin. Stjórnandi rannsóknarinnar hafi sagt að hann mundi ekki hvers vegna rannsókn á Guðmundarmálinu hófst yfir höfuð. „Í þessu þekktasta sakamáli á 20. öldinni, eins og saksóknari orðaði það, þá muna rannsakendur og fulltrúi sakadóms sem stjórnaði rannsókninni, ekki eftir því hvers vegna rannsókn hófst í málinu.“ Jón segir mikla ábyrgð hvíla á dómstólum um að standa vörð um réttindi einstaklinga. Ef dómstólar bregðist séu grundvallar mannréttindi í hættu. Í þessum málum hafi rannsóknaraðilar brugðist og farið yfir öll leyfileg mörk við rannsókn málsins. Meðferðin á ákærðu hafi verið óboðleg og óforsvaranleg. „Líf margra er lagt í rúst í málum eins og þessum því það eru ekki bara sakborningarnir sem þjást heldur aðstandendur, foreldrar, systkini börn og vinir,“ segir Jón.Dómstólar verði að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök „Ungi maðurinn sem sat við eldhúsborðið 23. desember 1975, skjólstæðingur minn, sem var af óvörum rifinn í burtu og átti ekki afturkvæmt heim til sín næstu árin þurfti að líða mikið og hélt alltaf fram sakleysi sínu. Hann stofnaði heimili og kona hans, dóttir og dóttursonur eru hér í dag og fylgjast með gangi mála.“ Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og segir Jón að jafnvel á banabeði sínum hafi Tryggva verið umhugað um að nafn sitt yrði hreinsað og vonar að Hæstiréttur verði við því. „Dómstólar eins og aðrir verða að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök,“ sagði Jón þegar hann lauk máli sínu. „Nú er komið að þeirri stundu að hleypa sannleikanum inn.“ Að málflutningi loknum var gefið tækifæri á andsvörum og voru þau ekki ítarleg, þar sem saksóknari krefst sýknu í málunum. Þau voru að því loknu dómtekin.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00
Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11