Gengið styrkist og Icelandair fellur Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 12:42 Ætla má að vendingarnar í Kauphöllinni tengist fregnum af skuldafjárútboði WOW Air. Fréttablaðið/Stefán Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag. Til að mynda hefur styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal numið um 1,5 prósentum það sem af er degi, og rúmum 2 prósentum gagnvart sænsku krónunni. Þá hefur dagurinn verið nokkuð grænn í Kauphöllinni, að frátaldri lækkun á hlutabréfaverði í Icelandair. Í hádeginu hafði verð í bréfum félagsins fallið um næstum 4 prósent. Eftir hækkun í upphafi vikunnar hafa bréf í Icelandair fallið tvo daga í röð og nemur heilsárslækkunin nú rúmum 50 prósentum.Sjá einnig: Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Ætla má að þessi þróun, gengisstyrking krónunnar og lækkun Icelandair, sé beintengd fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air. Meðfram mikilli svartsýni í garð útboðsins í upphafi vikunnar lækkaði gengi íslensku krónunnar. WOW Air flytur um þriðjung ferðamanna til landsins, með meðfylgjandi gjaldeyri, og óttinn við fall flugfélagsins kann þannig að hafa haft áhrif á framtíðarhorfur krónunnar. Á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, enda myndi brotthvarf WOW Air óneitanlega minnka samkeppnina á íslenskum flugmarkaði. Eftir því sem frekari fregnir berast af skuldafjárútboðinu, eins og til að mynda frétt Fréttablaðsins í morgun um að WOW air sé á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn, hefur þessi þróun snúist við. Gengi krónunnar hefur styrkst tvo daga í röð og gengi Icelandair fallið samhliða. Örla fór á þessari þróun strax á miðvikudag. Þá hækkuðu bréf í Icelandair fyrir hádegi en síðan gekk hækkunin til alveg til baka fyrir lokun markaða. Búist er við formlegri yfirlýsingu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðsins í lok vikunnar. Tengdar fréttir Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag. Til að mynda hefur styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal numið um 1,5 prósentum það sem af er degi, og rúmum 2 prósentum gagnvart sænsku krónunni. Þá hefur dagurinn verið nokkuð grænn í Kauphöllinni, að frátaldri lækkun á hlutabréfaverði í Icelandair. Í hádeginu hafði verð í bréfum félagsins fallið um næstum 4 prósent. Eftir hækkun í upphafi vikunnar hafa bréf í Icelandair fallið tvo daga í röð og nemur heilsárslækkunin nú rúmum 50 prósentum.Sjá einnig: Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Ætla má að þessi þróun, gengisstyrking krónunnar og lækkun Icelandair, sé beintengd fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air. Meðfram mikilli svartsýni í garð útboðsins í upphafi vikunnar lækkaði gengi íslensku krónunnar. WOW Air flytur um þriðjung ferðamanna til landsins, með meðfylgjandi gjaldeyri, og óttinn við fall flugfélagsins kann þannig að hafa haft áhrif á framtíðarhorfur krónunnar. Á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, enda myndi brotthvarf WOW Air óneitanlega minnka samkeppnina á íslenskum flugmarkaði. Eftir því sem frekari fregnir berast af skuldafjárútboðinu, eins og til að mynda frétt Fréttablaðsins í morgun um að WOW air sé á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn, hefur þessi þróun snúist við. Gengi krónunnar hefur styrkst tvo daga í röð og gengi Icelandair fallið samhliða. Örla fór á þessari þróun strax á miðvikudag. Þá hækkuðu bréf í Icelandair fyrir hádegi en síðan gekk hækkunin til alveg til baka fyrir lokun markaða. Búist er við formlegri yfirlýsingu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðsins í lok vikunnar.
Tengdar fréttir Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43