Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2018 07:46 Hinn 26 ára gamli Botham Jean var jarðsunginn í gær. Vísir/AP Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. Lögmaður fjölskyldu mannsins segir lögregluna reyna að sverta mannorð Botham Jean. Jean var skotinn á heimili sínu af lögregluþjóninum Amber Guyger sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Konan mun hafa talið að hún væri í eigin íbúð og taldi Jean vera innbrotsþjóf. Önnur útgáfa af banaskotinu segir að til átaka hafi komið á milli Guyger og Jean. Guyger hefur verið ákærð fyrir manndráp en hún var handtekinn þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldu Jean, segir að leitin sem hafi verið framkvæmd á heimili Jean, sýni fram á annarlegan tilgang rannsóknar lögreglunnar. „Þeir fóru þarna inn í þeim tilgangi að finna réttlætingu fyrir banaskotinu. Þetta er mynstur sem við höfum séð áður. Við erum að tala um lögregluþjón sem greinilega gerði eitthvað rangt og í stað þess að rannsaka morðið, í stað þess að fara í íbúð hennar og sjá hvað þeir finna, í stað þess að leita vísbendinga í tengslum við morðið, leita þeir sérstaklega leiða til að sverta mannorð þessa unga manns.“ Jean vann hjá pricewaterhouseCoopers í Dallas og mun hafa varið miklu tíma í góðgerðastarf.Samkvæmt USA Today segir í dómsskjölum að lögreglan í Dallas hafi fundið tvær patrónur, lögreglubakpoka, fartölvu og ýmislegt fleira. Lögreglan framkvæmdi leitina áður en málið var fært í hendur starfsmanna Texas Rangers, sem er annað lögregluembætti í Texas.Jarðarför Jean fór fram í gær, skömmu áður en fundur fíkniefnanna var opinberaður. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. Lögmaður fjölskyldu mannsins segir lögregluna reyna að sverta mannorð Botham Jean. Jean var skotinn á heimili sínu af lögregluþjóninum Amber Guyger sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Konan mun hafa talið að hún væri í eigin íbúð og taldi Jean vera innbrotsþjóf. Önnur útgáfa af banaskotinu segir að til átaka hafi komið á milli Guyger og Jean. Guyger hefur verið ákærð fyrir manndráp en hún var handtekinn þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldu Jean, segir að leitin sem hafi verið framkvæmd á heimili Jean, sýni fram á annarlegan tilgang rannsóknar lögreglunnar. „Þeir fóru þarna inn í þeim tilgangi að finna réttlætingu fyrir banaskotinu. Þetta er mynstur sem við höfum séð áður. Við erum að tala um lögregluþjón sem greinilega gerði eitthvað rangt og í stað þess að rannsaka morðið, í stað þess að fara í íbúð hennar og sjá hvað þeir finna, í stað þess að leita vísbendinga í tengslum við morðið, leita þeir sérstaklega leiða til að sverta mannorð þessa unga manns.“ Jean vann hjá pricewaterhouseCoopers í Dallas og mun hafa varið miklu tíma í góðgerðastarf.Samkvæmt USA Today segir í dómsskjölum að lögreglan í Dallas hafi fundið tvær patrónur, lögreglubakpoka, fartölvu og ýmislegt fleira. Lögreglan framkvæmdi leitina áður en málið var fært í hendur starfsmanna Texas Rangers, sem er annað lögregluembætti í Texas.Jarðarför Jean fór fram í gær, skömmu áður en fundur fíkniefnanna var opinberaður.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20