Óánægja með ýtni Edge Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 08:00 Surface-tölva frá Microsoft, líklega með innbyggðan Edge-vafra. Mynd/Microsoft Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjám og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfaldlega farið að vara við notkun annarra vafra. Þegar blaðamaður Thurrott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Windows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í framtíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjám og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfaldlega farið að vara við notkun annarra vafra. Þegar blaðamaður Thurrott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Windows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í framtíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira