Lof mér að falla Hörður Ægisson skrifar 14. september 2018 07:00 Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar