Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 23:30 Áhrifa Flórens er þegar farið að gæta á austurströnd Bandaríkjanna. Þessi mynd er tekin í dag. Vísir/Getty Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld óttast að fjöldi fólks muni láta lífið af völdum fellibylsins er hann gengur á land um klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.Sjá einnig: „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Greint var frá því í dag að Flórens hefði verið lækkuð niður í annars stigs fellibyl eftir að vindhraði fór dvínandi en hún fór hæst uppi í fjórða stig. Veðurfræðingar leggja þó áherslu á að enn stafi gríðarleg hætta af bylnum, ekki síst vegna sjávarflóðanna sem fylgja. Slík flóð valda iðulega flestum dauðföllum þegar fellibylir ganga á land. Veðurfræðingur The Weather Channel, Erika Navarro, bendir jafnframt á í innslagi frá því í dag að áhrifa Flórens muni gæta langt inn í landi. Þá eru áðurnefnd sjávarflóð sett fram á myndrænan hátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun Navarro en ljóst er að sjávarflóð í fylgd Flórens gætu valdið miklum hörmungum.Storm surge will be a huge factor for Hurricane #Florence Check out what it might look like with @TWCErikaNavarro: pic.twitter.com/TPqTZTmiAM— The Weather Channel (@weatherchannel) September 13, 2018 1,7 milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og Virginíu vegna Flórens. Veður á svæðinu er óðum að breytast til hins verra en þegar er orðið mjög hvasst undan ströndum áðurnefndra ríkja. Klukkan 21 að íslenskum tíma var Flórens stödd um 250 kílómetra undan ströndum Suður-Karólínu. Eins og áður sagði er búist við að Flórens gangi á land um klukkan 8 í fyrramálið að staðartíma, eða um hádegi að íslenskum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá beina útsendingu af veðurofsanum úr vefmyndavél á austurströnd Bandaríkjanna. Bandaríkin Tengdar fréttir „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld óttast að fjöldi fólks muni láta lífið af völdum fellibylsins er hann gengur á land um klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.Sjá einnig: „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Greint var frá því í dag að Flórens hefði verið lækkuð niður í annars stigs fellibyl eftir að vindhraði fór dvínandi en hún fór hæst uppi í fjórða stig. Veðurfræðingar leggja þó áherslu á að enn stafi gríðarleg hætta af bylnum, ekki síst vegna sjávarflóðanna sem fylgja. Slík flóð valda iðulega flestum dauðföllum þegar fellibylir ganga á land. Veðurfræðingur The Weather Channel, Erika Navarro, bendir jafnframt á í innslagi frá því í dag að áhrifa Flórens muni gæta langt inn í landi. Þá eru áðurnefnd sjávarflóð sett fram á myndrænan hátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun Navarro en ljóst er að sjávarflóð í fylgd Flórens gætu valdið miklum hörmungum.Storm surge will be a huge factor for Hurricane #Florence Check out what it might look like with @TWCErikaNavarro: pic.twitter.com/TPqTZTmiAM— The Weather Channel (@weatherchannel) September 13, 2018 1,7 milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og Virginíu vegna Flórens. Veður á svæðinu er óðum að breytast til hins verra en þegar er orðið mjög hvasst undan ströndum áðurnefndra ríkja. Klukkan 21 að íslenskum tíma var Flórens stödd um 250 kílómetra undan ströndum Suður-Karólínu. Eins og áður sagði er búist við að Flórens gangi á land um klukkan 8 í fyrramálið að staðartíma, eða um hádegi að íslenskum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá beina útsendingu af veðurofsanum úr vefmyndavél á austurströnd Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
„Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15
Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27