Trump hafnar tölum um mannskaða á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 14:23 Þegar Trump heimsótti Púertó Ríkó rétt eftir að María gekk yfir sagði hann fólki sem hann hitti meðal annars að skemmta sér vel. Vísir/EPA Tæplega þrjú þúsund íbúar Púertó Ríkó fórust ekki af völdum fellibylsins Maríu eins og áætlað hefur verið, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann sakar demókrata jafnframt rakalaust um að hafa „búið“ til hærri tölu um mannskaða til að koma höggi á sig. Athygli vakti þegar Trump stærði sig af því í gær að ríkisstjórn hans hefði staðið sig „stórkostlega“ í viðbrögðum við fellibylnum Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó, sem er yfirráðasvæði Bandaríkjanna, fyrir ári. Viðbrögðin hefðu enn fremur ekki „hlotið það lof sem þau áttu skilið“. Þetta fullyrti forsetinn þrátt fyrir að nýleg rannsókn George Washington-háskóla hafi áætlað að 2.975 manns hefðu látið lífið vegna fellibylsins og skorts á heilbrigðisþjónustu, rafmagni og hreinu vatni mánuðina á eftir. Yfirvöld á eyjunni höfðu áður aðeins talið að 64 hefðu farist vegna hamfaranna. Á Twitter ýjaði forseti Bandaríkjanna að því að það væri hann sjálfur sem væri raunverulegt fórnarlamb hamfaranna á Púertó Ríkó og að það væri demókrötum að kenna. „3.000 manns dóu ekki í fellibyljunum tveimur sem gengu yfir Púertó Ríkó. Þegar ég yfirgaf eyjuna EFTIR að stormurinn fór yfir voru þeir með hvar sem er á milli 6 og 18 dauðsföll. Eftir því sem tíminn leið hækkaði það ekki mikið,“ tísti Trump þrátt fyrir að opinberar tölur um mannskaða hefðu hækkað um tugi manna frá þeim tölum sem hann hafði heyrt fyrst eftir að María gekk yfir.3000 people did not die in the two hurricanes that hit Puerto Rico. When I left the Island, AFTER the storm had hit, they had anywhere from 6 to 18 deaths. As time went by it did not go up by much. Then, a long time later, they started to report really large numbers, like 3000...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 13, 2018 „Það voru demókratar sem gerðu þetta til þess að reyna að láta mig líta út eins illa og mögulegt er þegar ég var að ná árangri í að safna milljörðum dollara til að hjálpa til við endurreisn Púertó Ríkó. Ef manneskja deyr af einhverri ástæðu, eins og hárri elli, bætum henni þá bara á listann. Slæm pólitík. Ég elska Púertó Ríkó,“ tísti Trump......This was done by the Democrats in order to make me look as bad as possible when I was successfully raising Billions of Dollars to help rebuild Puerto Rico. If a person died for any reason, like old age, just add them onto the list. Bad politics. I love Puerto Rico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 13, 2018 Washington Post bendir á að aðferðafræði rannsóknarinnar sem Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, lét gera bjóði ekki upp á að fólk sem dó af náttúrulegum orsökum væri talið sem fórnarlömb hamfaranna. Rannsakendurnir báru saman dánartíðnina á eyjunni í kjölfar Maríu saman við þá sem hefði verið að vænta án fellibylsins. Jafnvel sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu nýjustu tíst forsetans, sem hefur áður sakað íbúa Púertó Ríkó um að vilja fá allt upp í hendurnar eftir Maríu. Þannig sagðist Ileana Ros Lehtinen, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, leggja trúnað á niðurstöður rannsóknar háskólans. „Hvers konar hugur snýr út úr þessari tölfræði yfir í „Ó, falsfréttir eru að reyna að skaða ímynd mína“. Hvernig geturðu verið svona sjálfhverfur og reynt að brengla sannleikann svona. Manni ofbýður,“ sagði Lehtinen. Bandaríkin Donald Trump Púertó Ríkó Tengdar fréttir Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund íbúar Púertó Ríkó fórust ekki af völdum fellibylsins Maríu eins og áætlað hefur verið, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann sakar demókrata jafnframt rakalaust um að hafa „búið“ til hærri tölu um mannskaða til að koma höggi á sig. Athygli vakti þegar Trump stærði sig af því í gær að ríkisstjórn hans hefði staðið sig „stórkostlega“ í viðbrögðum við fellibylnum Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó, sem er yfirráðasvæði Bandaríkjanna, fyrir ári. Viðbrögðin hefðu enn fremur ekki „hlotið það lof sem þau áttu skilið“. Þetta fullyrti forsetinn þrátt fyrir að nýleg rannsókn George Washington-háskóla hafi áætlað að 2.975 manns hefðu látið lífið vegna fellibylsins og skorts á heilbrigðisþjónustu, rafmagni og hreinu vatni mánuðina á eftir. Yfirvöld á eyjunni höfðu áður aðeins talið að 64 hefðu farist vegna hamfaranna. Á Twitter ýjaði forseti Bandaríkjanna að því að það væri hann sjálfur sem væri raunverulegt fórnarlamb hamfaranna á Púertó Ríkó og að það væri demókrötum að kenna. „3.000 manns dóu ekki í fellibyljunum tveimur sem gengu yfir Púertó Ríkó. Þegar ég yfirgaf eyjuna EFTIR að stormurinn fór yfir voru þeir með hvar sem er á milli 6 og 18 dauðsföll. Eftir því sem tíminn leið hækkaði það ekki mikið,“ tísti Trump þrátt fyrir að opinberar tölur um mannskaða hefðu hækkað um tugi manna frá þeim tölum sem hann hafði heyrt fyrst eftir að María gekk yfir.3000 people did not die in the two hurricanes that hit Puerto Rico. When I left the Island, AFTER the storm had hit, they had anywhere from 6 to 18 deaths. As time went by it did not go up by much. Then, a long time later, they started to report really large numbers, like 3000...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 13, 2018 „Það voru demókratar sem gerðu þetta til þess að reyna að láta mig líta út eins illa og mögulegt er þegar ég var að ná árangri í að safna milljörðum dollara til að hjálpa til við endurreisn Púertó Ríkó. Ef manneskja deyr af einhverri ástæðu, eins og hárri elli, bætum henni þá bara á listann. Slæm pólitík. Ég elska Púertó Ríkó,“ tísti Trump......This was done by the Democrats in order to make me look as bad as possible when I was successfully raising Billions of Dollars to help rebuild Puerto Rico. If a person died for any reason, like old age, just add them onto the list. Bad politics. I love Puerto Rico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 13, 2018 Washington Post bendir á að aðferðafræði rannsóknarinnar sem Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, lét gera bjóði ekki upp á að fólk sem dó af náttúrulegum orsökum væri talið sem fórnarlömb hamfaranna. Rannsakendurnir báru saman dánartíðnina á eyjunni í kjölfar Maríu saman við þá sem hefði verið að vænta án fellibylsins. Jafnvel sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu nýjustu tíst forsetans, sem hefur áður sakað íbúa Púertó Ríkó um að vilja fá allt upp í hendurnar eftir Maríu. Þannig sagðist Ileana Ros Lehtinen, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, leggja trúnað á niðurstöður rannsóknar háskólans. „Hvers konar hugur snýr út úr þessari tölfræði yfir í „Ó, falsfréttir eru að reyna að skaða ímynd mína“. Hvernig geturðu verið svona sjálfhverfur og reynt að brengla sannleikann svona. Manni ofbýður,“ sagði Lehtinen.
Bandaríkin Donald Trump Púertó Ríkó Tengdar fréttir Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05
Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27