Erlent

Milljónir Filippseyinga í vegi fellibylsins Mangkhuts

Kjartan Kjartansson skrifar
Fellibylurinn Mangkhut nálgast nú strendur Filippseyja.
Fellibylurinn Mangkhut nálgast nú strendur Filippseyja. Vísir/EPA
Yfirvöld á Filippseyjum hafa byrjað að rýma strandsvæði áður en fellibylurinn Mangkhut skellur á norðurodda Luzon, stærstu eyju klasans, fyrir helgi. Tíu milljónir manna búa á svæðum þar sem búist er við að Mangkhut láti finna fyrir sér.

Fellibylir eru tíðir á Filippseyjum en Mangkhut er sá stærsti það sem af er þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stormurinn er nú um 900 kílómetrar að þvermáli og nær vindhraðinn um 57 metrum á sekúndu.

Spáð er allt að sjö metra háu sjávarflóði af völdum fellibylsins. Úrhellið sem fylgir er talið geta komið af stað aurskriðum og skyndiflóðum. Gert er ráð fyrir að Mangkhut nái einnig til strandhéraða í sunnanverðu Kína um helgina. Yfirvöld í Hong Kong eru þegar byrjuð að búa sig undir komu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×