Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 07:44 Frá mótmælum gegn innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í sumar. Vísir/Getty Aldrei hafa fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins verið í haldi bandarískra yfirvalda en nú. Um 12.800 börn eru nú vistuð í skýlum alríkisstjórnarinnar og hefur fjöldinn fimmfaldast á einu ári þrátt fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi sleppt hundruðum barna sem hún tók af foreldrum sínum.New York Times segir að börnunum í haldi hafi ekki fjölgað vegna þess að fleiri reyni nú að komast inn í Bandaríkin ólöglega. Ástæðan sé sú að börnunum sé nú haldið lengur. Fjöldinn þýði að mörg skýli alríkisstjórnarinnar séu nú við það að vera full og það setji álag á bæði börnin og kerfið sem annast þau. Lítið er sagt þurfa til að skýlin verði orðin yfirfull. Áður hefði fleiri börn verið leyst úr haldi og þau falin fjölskyldum eða öðrum aðstandendum í Bandaríkjunum á meðan þau bíða eftir að innflytjendadómstólar fjalli um mál þeirra. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar gengið hart fram gegn fólki sem kemur ólöglega til landsins. Það er sagt hafa leitt til þess að ættingjar og fjölskylduvinir barnanna í Bandaríkjunum veigri sér við því að gefa sig fram og taka við þeim. Þá hafa breytingar sem stjórnvöld hafa gert á ferlinu þar sem börnum er sleppt í hendur aðstandenda hægt á því. Þeir ættingjar og vinir sem eru tilbúnir að taka við börnum þurfa jafnvel að bíða mánuðum saman eftir að yfirvöld meti þá.Börn skilin frá foreldrum án samráðs við þá sem áttu að taka við þeim Flest barnanna hafa komið ein yfir landamærin, oft táningar frá Mið-Ameríku. Þau eru vistuð í um hundrað skýlum um öll Bandaríkin. Þrátt fyrir tilraunir Trump-stjórnarinnar til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast ólöglega til landsins hefur fjöldi barna sem koma yfir landamærin svo gott sem staðið í stað miðað við fyrri ár. Ríkisstjórn Trump reyndi meðal annars að fæla fólk frá því að freista þess að koma til landsins ólöglega með því að taka börn af foreldrum sínum. Innflytjendayfirvöld skildu um 2.500 börn frá foreldrum sínum í vor. Í mörgum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foreldrunum hefði þegar verið vísað til heimalandsins. Bandaríska dagblaðið segir að þeirri stefnu, sem Trump-stjórnin féll síðar frá vegna háværra mótmæla, hafi verið komið á án samráðs við þá sem stýra skýlunum sem var ætlað að taka við börnunum sem voru tekin af foreldrum sínum. Það hafi valdið glundroða í skýlunum þar sem þau börn voru yngri og í verra andlegu ástandi en þau sem skýlin taka vanalega við. Þá lá ekki fyrir nein áætlun um hvenær ætti að sleppa börnunum eða til hverra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Aldrei hafa fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins verið í haldi bandarískra yfirvalda en nú. Um 12.800 börn eru nú vistuð í skýlum alríkisstjórnarinnar og hefur fjöldinn fimmfaldast á einu ári þrátt fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi sleppt hundruðum barna sem hún tók af foreldrum sínum.New York Times segir að börnunum í haldi hafi ekki fjölgað vegna þess að fleiri reyni nú að komast inn í Bandaríkin ólöglega. Ástæðan sé sú að börnunum sé nú haldið lengur. Fjöldinn þýði að mörg skýli alríkisstjórnarinnar séu nú við það að vera full og það setji álag á bæði börnin og kerfið sem annast þau. Lítið er sagt þurfa til að skýlin verði orðin yfirfull. Áður hefði fleiri börn verið leyst úr haldi og þau falin fjölskyldum eða öðrum aðstandendum í Bandaríkjunum á meðan þau bíða eftir að innflytjendadómstólar fjalli um mál þeirra. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar gengið hart fram gegn fólki sem kemur ólöglega til landsins. Það er sagt hafa leitt til þess að ættingjar og fjölskylduvinir barnanna í Bandaríkjunum veigri sér við því að gefa sig fram og taka við þeim. Þá hafa breytingar sem stjórnvöld hafa gert á ferlinu þar sem börnum er sleppt í hendur aðstandenda hægt á því. Þeir ættingjar og vinir sem eru tilbúnir að taka við börnum þurfa jafnvel að bíða mánuðum saman eftir að yfirvöld meti þá.Börn skilin frá foreldrum án samráðs við þá sem áttu að taka við þeim Flest barnanna hafa komið ein yfir landamærin, oft táningar frá Mið-Ameríku. Þau eru vistuð í um hundrað skýlum um öll Bandaríkin. Þrátt fyrir tilraunir Trump-stjórnarinnar til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast ólöglega til landsins hefur fjöldi barna sem koma yfir landamærin svo gott sem staðið í stað miðað við fyrri ár. Ríkisstjórn Trump reyndi meðal annars að fæla fólk frá því að freista þess að koma til landsins ólöglega með því að taka börn af foreldrum sínum. Innflytjendayfirvöld skildu um 2.500 börn frá foreldrum sínum í vor. Í mörgum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foreldrunum hefði þegar verið vísað til heimalandsins. Bandaríska dagblaðið segir að þeirri stefnu, sem Trump-stjórnin féll síðar frá vegna háværra mótmæla, hafi verið komið á án samráðs við þá sem stýra skýlunum sem var ætlað að taka við börnunum sem voru tekin af foreldrum sínum. Það hafi valdið glundroða í skýlunum þar sem þau börn voru yngri og í verra andlegu ástandi en þau sem skýlin taka vanalega við. Þá lá ekki fyrir nein áætlun um hvenær ætti að sleppa börnunum eða til hverra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35
Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26