Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Benedikt Bóas skrifar 13. september 2018 06:30 Bak við tjöldin. Rúrik í förðunarstólnum með Álfrúnu sér við hlið. Mynd/Baldur Kristjánsson Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Sjá meira