Nissan hættir framleiðslu Pulsar Finnur Orri Thorlacius skrifar 13. september 2018 09:00 Nissan hefur ákveðið að taka fólksbílinn Pulsar af markaði í Evrópu í kjölfar þess að framleiðslu hans var hætt í verksmiðju Nissan í Barcelona. Nissan hefur ákveðið að taka fólksbílinn Pulsar af markaði í Evrópu í kjölfar þess að framleiðslu hans var hætt í verksmiðju Nissan í Barcelona. Nissan Pulsar var því aðeins til sölu í 4 ár, en hann kom á markað í núverandi mynd árið 2014. Þessi saga Pulsar minnir óneytanlega á þegar Nissan hætti sölu Almera árið 2006 og kynnti á sama tíma jepplinginn Qashqai, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn síðan. Nissan hafði ætlar Pulsar mikið hlutverk og áætlaði að selja 80.000 bíla fyrsta árið í Evrópu en raunsalan varð 35.000 bílar. Það sem af er liðið ári hafa aðeins 2.100 Pulsar bílar t.d. selst í Bretlandi, þar sem honum voru ætlaðir stórir hlutir, en nú er sölunni nánast sjálfhætt þar, sem og í álfunni allri. Var einnig framleiddur í Rússlandi og Kína Í upphafi var meiningin að framleiða Pulsar í stóru verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi en síðan var ákveðið að nota framleiðslugetuna til aukinnar framleiðslu á Qashqai jepplingnum, enda seldist hann eins og heitar lummur og gerir enn. Var þá framleiðslan flutt til Barcelona, en nú hefur framleiðslunni verið hætt þar. Pulsar var einnig framleiddur í verksmiðju Nissan í Rússlandi, en sökum lélegrar sölu þar í landi var framleiðslunni hætt þar líka, eftir tæplega eitt ár framleiðslu. Núna er Nissan Pulsar einungis framleiddur í Kína og ekki liggur ljóst fyrir hvort sölu á Pulsar verði því alfarið hætt þar líka. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent
Nissan hefur ákveðið að taka fólksbílinn Pulsar af markaði í Evrópu í kjölfar þess að framleiðslu hans var hætt í verksmiðju Nissan í Barcelona. Nissan Pulsar var því aðeins til sölu í 4 ár, en hann kom á markað í núverandi mynd árið 2014. Þessi saga Pulsar minnir óneytanlega á þegar Nissan hætti sölu Almera árið 2006 og kynnti á sama tíma jepplinginn Qashqai, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn síðan. Nissan hafði ætlar Pulsar mikið hlutverk og áætlaði að selja 80.000 bíla fyrsta árið í Evrópu en raunsalan varð 35.000 bílar. Það sem af er liðið ári hafa aðeins 2.100 Pulsar bílar t.d. selst í Bretlandi, þar sem honum voru ætlaðir stórir hlutir, en nú er sölunni nánast sjálfhætt þar, sem og í álfunni allri. Var einnig framleiddur í Rússlandi og Kína Í upphafi var meiningin að framleiða Pulsar í stóru verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi en síðan var ákveðið að nota framleiðslugetuna til aukinnar framleiðslu á Qashqai jepplingnum, enda seldist hann eins og heitar lummur og gerir enn. Var þá framleiðslan flutt til Barcelona, en nú hefur framleiðslunni verið hætt þar. Pulsar var einnig framleiddur í verksmiðju Nissan í Rússlandi, en sökum lélegrar sölu þar í landi var framleiðslunni hætt þar líka, eftir tæplega eitt ár framleiðslu. Núna er Nissan Pulsar einungis framleiddur í Kína og ekki liggur ljóst fyrir hvort sölu á Pulsar verði því alfarið hætt þar líka.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent