Að gefa tjald Árni Gunnarsson skrifar 13. september 2018 07:00 Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun