Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 14:39 Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur útvegað og rekið sjúkrabíla og búnað fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt að Rauði kross Íslands hafi í mars síðastliðnum, í framhaldi viðræðna við velferðarráðuneytið, sagt sig frá rekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa enn yfir við RKÍ um breytt fyrirkomulag en þar sem niðurstaða hefur ekki náðst hefur ofangreind ákvörðun verið tekin um frestun útboðs. Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur útvegað og rekið sjúkrabíla og búnað fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt að Rauði kross Íslands hafi í mars síðastliðnum, í framhaldi viðræðna við velferðarráðuneytið, sagt sig frá rekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa enn yfir við RKÍ um breytt fyrirkomulag en þar sem niðurstaða hefur ekki náðst hefur ofangreind ákvörðun verið tekin um frestun útboðs.
Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45