Andi Einars Ben svífi yfir hreinum ströndum Árni Snævarr skrifar 12. september 2018 13:25 Ísland tekur þátt í stærsta hreinsunarátaki sem dæmi eru um í heiminum „Alþjóðlega hreinsunardeginum“ laugardaginn 15. september 2018. Hreinsum Ísland, með Bláa herinn og Landvernd í broddi fylkingar, taka þátt í alheimsátakinu og verða Tómas Knútsson og hans fólk við hreinsunarstörf á Víðisandi í Ölfusi við Hlíðarvatn á laugardaginn. Tómas og Blái herinn hreinsuðu á dögunum Herdísarvík og nú er sem sagt haldið áfram í næsta nágrenni við síðasta heimili þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. „Andi Einars Ben getur þá svifið yfir hreinum ströndum, það er gjöf Bláa hersins í tilefni af fullveldsafmælinu“, segir Tómas Knútsson. Það er síður en svo langsótt að nefna fullveldi Íslands 1918 í sömu andrá og Alþjóðlega hreinsunardaginn. Frumkvæðið kemur frá Eistlandi, sem einmitt lýsti yfir sjálfstæði þetta sama ár. „Alþjóðlegi hreinsunardagurinn er gjöf Eistlands til heimsins á 100 ára afmæli sínu, hreinni og betri pláneta og betri framtíð fyrir alla,” segir í yfirlýsingu hreyfingarinnar sem nýtur stuðnings ríkisstjórnar Eistlands.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tilkynnti á dögunum að Hreinsum Ísland, verkefni Landverndar og Bláa hersins, hafi verið tilnefnt til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 ásamt Hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Það er því kannski við hæfi að starfsfólk forsætisráðuneytisins muni leggja átakinu lið með því að taka þátt í hreinsuninni á laugardag. Auk Bláa hersins standa Landvernd, JCI, Plastlaus September og ýmsir plokkarahópar að átakinu og er vonast við að fjöll af rusli verið hreinsuð í tengslum við þennan alheimsviðburð. Landvernd hefur haft samband við öll sveitarfélög landsins og hvatt þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Blái herinn hefur stundað strandhreinsun í mörg ár, en fengið aukinn byr í seglinn á undanförnum árum vegna stóraukins áhuga á málefninu jafnt heima sem erlendis, og er nærtækast að nefna plokkara-hreyfinguna. Svo mikið er víst að verkefnin eru næg. Á hverju ári enda átta milljón tonn af plasti í hafinu. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðann, hvatti heimsbyggðina fyrr á árinu til að sameinast gegn plastmengun og sagði stærð vandans slíkan að nú væri plastöreindur í sjónum „fleiri en stjörnurnar í vetrarbrautinni.” Alþjóðlegi hreinsunardagurinn nýtur stuðnings UN Environment, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hóf átakið #CleanSeas eða Hrein höf fyrir ári. Í Heimsmarkmiðum samtakanna um sjálfbæra þróun er stefnt að því í markmiði númer 14, “Líf í vatni”, að eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þar með talið rusl í sjó. Höfundur er Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ísland tekur þátt í stærsta hreinsunarátaki sem dæmi eru um í heiminum „Alþjóðlega hreinsunardeginum“ laugardaginn 15. september 2018. Hreinsum Ísland, með Bláa herinn og Landvernd í broddi fylkingar, taka þátt í alheimsátakinu og verða Tómas Knútsson og hans fólk við hreinsunarstörf á Víðisandi í Ölfusi við Hlíðarvatn á laugardaginn. Tómas og Blái herinn hreinsuðu á dögunum Herdísarvík og nú er sem sagt haldið áfram í næsta nágrenni við síðasta heimili þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. „Andi Einars Ben getur þá svifið yfir hreinum ströndum, það er gjöf Bláa hersins í tilefni af fullveldsafmælinu“, segir Tómas Knútsson. Það er síður en svo langsótt að nefna fullveldi Íslands 1918 í sömu andrá og Alþjóðlega hreinsunardaginn. Frumkvæðið kemur frá Eistlandi, sem einmitt lýsti yfir sjálfstæði þetta sama ár. „Alþjóðlegi hreinsunardagurinn er gjöf Eistlands til heimsins á 100 ára afmæli sínu, hreinni og betri pláneta og betri framtíð fyrir alla,” segir í yfirlýsingu hreyfingarinnar sem nýtur stuðnings ríkisstjórnar Eistlands.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tilkynnti á dögunum að Hreinsum Ísland, verkefni Landverndar og Bláa hersins, hafi verið tilnefnt til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 ásamt Hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Það er því kannski við hæfi að starfsfólk forsætisráðuneytisins muni leggja átakinu lið með því að taka þátt í hreinsuninni á laugardag. Auk Bláa hersins standa Landvernd, JCI, Plastlaus September og ýmsir plokkarahópar að átakinu og er vonast við að fjöll af rusli verið hreinsuð í tengslum við þennan alheimsviðburð. Landvernd hefur haft samband við öll sveitarfélög landsins og hvatt þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Blái herinn hefur stundað strandhreinsun í mörg ár, en fengið aukinn byr í seglinn á undanförnum árum vegna stóraukins áhuga á málefninu jafnt heima sem erlendis, og er nærtækast að nefna plokkara-hreyfinguna. Svo mikið er víst að verkefnin eru næg. Á hverju ári enda átta milljón tonn af plasti í hafinu. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðann, hvatti heimsbyggðina fyrr á árinu til að sameinast gegn plastmengun og sagði stærð vandans slíkan að nú væri plastöreindur í sjónum „fleiri en stjörnurnar í vetrarbrautinni.” Alþjóðlegi hreinsunardagurinn nýtur stuðnings UN Environment, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hóf átakið #CleanSeas eða Hrein höf fyrir ári. Í Heimsmarkmiðum samtakanna um sjálfbæra þróun er stefnt að því í markmiði númer 14, “Líf í vatni”, að eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þar með talið rusl í sjó. Höfundur er Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar