Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 14:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir Sigríður Á. Andersen og þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu skýrslu í Héraðsdómi í Reykjavík í gær þegar kröfur tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt um skaðabótaskyldu á hendur ríkinu voru teknar fyrir þar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jón Höskuldsson, héraðsdómari, krefjast þess að íslenska ríkið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt. Þeir voru á meðal fjögurra umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir en ráðherrann skipti út. Mál Eiríks og Jóns voru flutt samhliða fyrir héraðsdómi í gær. Auk Sigríðar dómsmálaráðherra gáfu Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, skýrslu fyrir dómnum. Búist er við því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fjögurra vikna. Ríkið var sýknað af kröfu tveggja umsækjenda í desember Upphaflega sóttu 33 um embætti dómara við nýja dómstigið Landsrétt sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Hæfisnefnd mat umsækjendurna og taldi fimmtán hæfasta til að verða fyrir valinu. Dómsmálaráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á þeim lista þegar hún lagði tillögu sína um dómaraefni fyrir Alþingi. Auk Eiríks og Jóns skipti dómsmálaráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Af þeim fjórum var Eiríkur hæstur, í sjöunda sæti. Ástráður og Jóhannes Rúnar stefndu ríkinu í fyrra. Lauk málinu í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Sigríður Á. Andersen og þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu skýrslu í Héraðsdómi í Reykjavík í gær þegar kröfur tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt um skaðabótaskyldu á hendur ríkinu voru teknar fyrir þar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jón Höskuldsson, héraðsdómari, krefjast þess að íslenska ríkið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt. Þeir voru á meðal fjögurra umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir en ráðherrann skipti út. Mál Eiríks og Jóns voru flutt samhliða fyrir héraðsdómi í gær. Auk Sigríðar dómsmálaráðherra gáfu Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, skýrslu fyrir dómnum. Búist er við því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fjögurra vikna. Ríkið var sýknað af kröfu tveggja umsækjenda í desember Upphaflega sóttu 33 um embætti dómara við nýja dómstigið Landsrétt sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Hæfisnefnd mat umsækjendurna og taldi fimmtán hæfasta til að verða fyrir valinu. Dómsmálaráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á þeim lista þegar hún lagði tillögu sína um dómaraefni fyrir Alþingi. Auk Eiríks og Jóns skipti dómsmálaráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Af þeim fjórum var Eiríkur hæstur, í sjöunda sæti. Ástráður og Jóhannes Rúnar stefndu ríkinu í fyrra. Lauk málinu í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30