Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:16 Hannes Þór Halldórsson vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti