Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2018 19:15 Hagar undirrituðu kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Olís í apríl á síðasta ári. Fréttablaðið/Anton Brink Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári.Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu gekk við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna. Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Var ný tilkynning send inn og birti Samkeppniseftirlitið þær tillögur sem Hagar töldu að myndu eyða samkeppnishindrunum og liðka fyrir kaupunum.Meðal þeirra skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setur fyrir samrunanum er að samrunaaðilar skuldbindi sig til að bjóða sama verð á dagvöru á Olís stöðvum um land allt, rekstur Bónusverslana í Faxafeni og Hallveigarstíg verði seldur auk rekstur og fasteignir Olís þjónustustöðvanna við Háaleitisbraut 12 og Vallargrund 3. Þá skuldbinda samrunaaðilar sig til að selja rekstur Olís verslunarinnar í Stykkishólmi. Samrunaaðilar skuldbinda sig jafn framt til að selja rekstur og aðstöðu ÓB stöðvar við Starengi 2, Kirkjustétt 2-5 og Knarrarvog 2 í Reykjavík. Í tilkynningu segir að samkvæmt sáttinni sé Högum óheimilt að framkvæma samrunann fyrr en sölu fyrrgreindra eigna er lokið. Hagar hafi nú þegar undirritað kaupsamninga um allar framangreindar eignir. Samruninn komi þó ekki til framkvæmda fyrr en Samkeppniseftirlitið hafi metið hæfi kaupenda eignanna. Nánar má lesa um kaupin hér. Tengdar fréttir Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51 Fallast ekki á tillögur Haga Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV. 20. júlí 2018 08:25 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári.Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu gekk við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna. Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Var ný tilkynning send inn og birti Samkeppniseftirlitið þær tillögur sem Hagar töldu að myndu eyða samkeppnishindrunum og liðka fyrir kaupunum.Meðal þeirra skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setur fyrir samrunanum er að samrunaaðilar skuldbindi sig til að bjóða sama verð á dagvöru á Olís stöðvum um land allt, rekstur Bónusverslana í Faxafeni og Hallveigarstíg verði seldur auk rekstur og fasteignir Olís þjónustustöðvanna við Háaleitisbraut 12 og Vallargrund 3. Þá skuldbinda samrunaaðilar sig til að selja rekstur Olís verslunarinnar í Stykkishólmi. Samrunaaðilar skuldbinda sig jafn framt til að selja rekstur og aðstöðu ÓB stöðvar við Starengi 2, Kirkjustétt 2-5 og Knarrarvog 2 í Reykjavík. Í tilkynningu segir að samkvæmt sáttinni sé Högum óheimilt að framkvæma samrunann fyrr en sölu fyrrgreindra eigna er lokið. Hagar hafi nú þegar undirritað kaupsamninga um allar framangreindar eignir. Samruninn komi þó ekki til framkvæmda fyrr en Samkeppniseftirlitið hafi metið hæfi kaupenda eignanna. Nánar má lesa um kaupin hér.
Tengdar fréttir Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51 Fallast ekki á tillögur Haga Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV. 20. júlí 2018 08:25 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51
Fallast ekki á tillögur Haga Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV. 20. júlí 2018 08:25
Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41