Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 18:45 Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22