Hvaðan koma verðmætin? Davíð Þorláksson skrifar 12. september 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins. Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar. Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu. Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skoðun Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins. Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar. Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu. Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun