Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. september 2018 15:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægast að markmiði um bætta aðstöðu bókaútgefenda og lægra verð á bókum sé náð. Mynd/Skjáskot Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku. Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku.
Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53
Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09
Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09