Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 12:00 Þórdís Lóa tók höfðinglega á móti fyrrverandi félögum sínum í FKA í veislu sem haldin var í Höfða. Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent