Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 12:00 Þórdís Lóa tók höfðinglega á móti fyrrverandi félögum sínum í FKA í veislu sem haldin var í Höfða. Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira