Snorri opnar sig um að eiga afmæli 11. september: Upplifir skömm á þessum degi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 11:30 Snorri Barón er ekkert að skafa af hlutunum. Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra. Brennslan Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra.
Brennslan Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira