Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 13:30 Ingi Björn Albertsson með tengdasyni sínum Guðmundi Benediktssyni og syni sínum Alberti Brynjari Ingasyni. Fréttablaðið/Valli Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. Ísland lenti í riðli með Belgíu í undankeppni HM 1978 og fyrri leikur þjóðanna var á Laugardalsvellinum 5. september 1976. Belgar unnu þennan leik í septembermánuði 1976 á marki sem kom eftir mistök fyrirliða íslenska landsliðsins, Jóhannesar Eðvaldssonar. Íslenskir fjölmiðlar voru á því að jafntefli hafi verið sanngjörnustu úrslitin. Það var hins vegar ein skipting landsliðsþjálfarans Tony Knapp sem stal senunni og hafði mikla eftirmála. Ingi Björn Albertsson var á þessum tíma markahæsti leikmaðurinn og fyrirliðinn í besta félagsliði landsliðsins en hann byrjaði leikinn á bekknum. Knapp hafði skipt Inga Birni inn fyrir Guðmund Þorbjörnsson í hálfleik en eftir að Belgar skoruðu markið sitt á 73. mínútu leiksins þá ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta Inga Birni aftur af velli. Ásgeir Elíasson kom inn fyrir hann og Ingi Björn var kominn af velli hálftíma eftir að honum hafði verið skipt inná. Það er óhætt að segja að Ingi Björn hafi tekið þessu mjög illa. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann sagði sig úr hópnum og var ekki með íslenska liðinu í leik á móti Hollandi þremur sögum síðar.Mynd/Morgunblaðið 7. september 1976„Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inná, sé tekinn útaf aftur, sagði Ingi Björn. Hann var líka í viðtali í Tímanum. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Tony Knapp kallaði mig útaf. Eftir þessa framkomu Knapps, ákvað ég að yfirgefa landsliðshópinn og fara ekki aftur til Þingvalla, sagði Ingi Björn. Ingi Björn sagðist í sama viðtali hafa verið í vafa upphaflega, hvort hann ætti að gefa kost á sér i landsliðið í þessa leiki. „En ég lét til leiðast, þar sem ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Íslands, ef not eru fyrir krafta mína. En eftir þá lítilsvirðingu, sem Tony Knapp sýndi mér fyrir framan tíu þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum sá ég mér ekki annað fært, en að pakka saman dóti mínu og yfirgefa strákana í landsliðinu. Það er ekki með glöðu geði, að ég yfirgef þá — en ég sá mig tilneyddan eftir framkomu Knapps sem hreinlega gaf i skyn, að hann þurfi ekki á minum kröftum að halda. Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna hann var að velja mig i landsliðið upphaflega, sagði Ingi Björn. Tony Knapp valdi Inga Björn Albertsson aftur í landsliðið sumarið eftir og þá skoraði Ingi sigurmarkið í 1-0 sigri á Norður-Írlandi og fyrra markið í 2-1 sigri á Norðmönnum. Ingi Björn spilaði allar 90 mínúturnar í báðum leikjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðum íslensku blaðanna eftir þennan leik.Mynd/Dagblaðið 6. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976Mynd/Þjóðviljinn 6. september 1976Mynd/Tíminn 7. september 1976Mynd/Vísir 6. september 1976
Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira