Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2018 22:43 Fellibylurinn Flórens á mynd sem var tekin frá Alþjóðlegu geimstöðinni í dag. Vísir/Getty Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. Ríkisstjóri Suður-Karólínu hefur fyrirskipað að öll strandlengja ríkisins verði rýmd og þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í mörgum ríkjum, þar á meðal Norður-Karólínu, Virginíu- og Marylandríki. Fellibylurinn Florence, sem skilgreindur var sem annars stigs fellibylur í morgun, stækkar nú ört og var orðinn að fjórða stigs fellibyl í kvöld. Vindhraði í fellibylnum hefur náð allt að 54 metrum á sekúndu. Spár gera ráð fyrir að Florence gangi á land við strendur Karólínuríkjanna á fimmtudag og muni þá ná fimmta stigi. Mikil flóðahætta er talin standa af fellibylnum.Don't concentrate on the exact forecast track of Hurricane #Florence. Significant effects will extend outside the cone, and will arrive at the coast sooner than the eye. For more information about impacts at your specific location, go to https://t.co/SiZo8ozBbn pic.twitter.com/EXWr4Cb4NC— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 10, 2018 Þá er talið að Florence verði einn umfangsmesti fellibylur sem gengur yfir svæðið í áratugi. Síðast gekk fjórða stigs fellibylur á land við strendur Karólínuríkjanna árið 1989. Sá olli milljarðatjóni og 49 dauðsföllum. Viðbragðsaðilar á svæðinu undirbúa sig flestir undir hið versta. „Einhverjir munu verða fyrir skelfilegu tjóni ef spár um þennan fellibyl ganga eftir,“ var haft eftir veðurfræðingnum Dan Miller í dag. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýst kosningafundi sem halda átti í Mississippi á föstudag vegna fellibylsins. Trump tísti um óveðrið í kvöld og biðlaði til fólks á svæðinu að koma sér í öruggt skjól.Was just briefed via phone by @DHSgov @SecNielsen and @FEMA @FEMA_Brock, along with @VP Mike Pence and Chief of Staff, John Kelly on incoming storm which is very dangerous. Heed the directions of your State and Local Officials - and know that WE are here for you. Be SAFE! pic.twitter.com/sN8D5NvrBa— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2018 Veður Tengdar fréttir Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. Ríkisstjóri Suður-Karólínu hefur fyrirskipað að öll strandlengja ríkisins verði rýmd og þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í mörgum ríkjum, þar á meðal Norður-Karólínu, Virginíu- og Marylandríki. Fellibylurinn Florence, sem skilgreindur var sem annars stigs fellibylur í morgun, stækkar nú ört og var orðinn að fjórða stigs fellibyl í kvöld. Vindhraði í fellibylnum hefur náð allt að 54 metrum á sekúndu. Spár gera ráð fyrir að Florence gangi á land við strendur Karólínuríkjanna á fimmtudag og muni þá ná fimmta stigi. Mikil flóðahætta er talin standa af fellibylnum.Don't concentrate on the exact forecast track of Hurricane #Florence. Significant effects will extend outside the cone, and will arrive at the coast sooner than the eye. For more information about impacts at your specific location, go to https://t.co/SiZo8ozBbn pic.twitter.com/EXWr4Cb4NC— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 10, 2018 Þá er talið að Florence verði einn umfangsmesti fellibylur sem gengur yfir svæðið í áratugi. Síðast gekk fjórða stigs fellibylur á land við strendur Karólínuríkjanna árið 1989. Sá olli milljarðatjóni og 49 dauðsföllum. Viðbragðsaðilar á svæðinu undirbúa sig flestir undir hið versta. „Einhverjir munu verða fyrir skelfilegu tjóni ef spár um þennan fellibyl ganga eftir,“ var haft eftir veðurfræðingnum Dan Miller í dag. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýst kosningafundi sem halda átti í Mississippi á föstudag vegna fellibylsins. Trump tísti um óveðrið í kvöld og biðlaði til fólks á svæðinu að koma sér í öruggt skjól.Was just briefed via phone by @DHSgov @SecNielsen and @FEMA @FEMA_Brock, along with @VP Mike Pence and Chief of Staff, John Kelly on incoming storm which is very dangerous. Heed the directions of your State and Local Officials - and know that WE are here for you. Be SAFE! pic.twitter.com/sN8D5NvrBa— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2018
Veður Tengdar fréttir Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00