Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2018 22:43 Fellibylurinn Flórens á mynd sem var tekin frá Alþjóðlegu geimstöðinni í dag. Vísir/Getty Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. Ríkisstjóri Suður-Karólínu hefur fyrirskipað að öll strandlengja ríkisins verði rýmd og þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í mörgum ríkjum, þar á meðal Norður-Karólínu, Virginíu- og Marylandríki. Fellibylurinn Florence, sem skilgreindur var sem annars stigs fellibylur í morgun, stækkar nú ört og var orðinn að fjórða stigs fellibyl í kvöld. Vindhraði í fellibylnum hefur náð allt að 54 metrum á sekúndu. Spár gera ráð fyrir að Florence gangi á land við strendur Karólínuríkjanna á fimmtudag og muni þá ná fimmta stigi. Mikil flóðahætta er talin standa af fellibylnum.Don't concentrate on the exact forecast track of Hurricane #Florence. Significant effects will extend outside the cone, and will arrive at the coast sooner than the eye. For more information about impacts at your specific location, go to https://t.co/SiZo8ozBbn pic.twitter.com/EXWr4Cb4NC— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 10, 2018 Þá er talið að Florence verði einn umfangsmesti fellibylur sem gengur yfir svæðið í áratugi. Síðast gekk fjórða stigs fellibylur á land við strendur Karólínuríkjanna árið 1989. Sá olli milljarðatjóni og 49 dauðsföllum. Viðbragðsaðilar á svæðinu undirbúa sig flestir undir hið versta. „Einhverjir munu verða fyrir skelfilegu tjóni ef spár um þennan fellibyl ganga eftir,“ var haft eftir veðurfræðingnum Dan Miller í dag. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýst kosningafundi sem halda átti í Mississippi á föstudag vegna fellibylsins. Trump tísti um óveðrið í kvöld og biðlaði til fólks á svæðinu að koma sér í öruggt skjól.Was just briefed via phone by @DHSgov @SecNielsen and @FEMA @FEMA_Brock, along with @VP Mike Pence and Chief of Staff, John Kelly on incoming storm which is very dangerous. Heed the directions of your State and Local Officials - and know that WE are here for you. Be SAFE! pic.twitter.com/sN8D5NvrBa— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2018 Veður Tengdar fréttir Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. Ríkisstjóri Suður-Karólínu hefur fyrirskipað að öll strandlengja ríkisins verði rýmd og þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í mörgum ríkjum, þar á meðal Norður-Karólínu, Virginíu- og Marylandríki. Fellibylurinn Florence, sem skilgreindur var sem annars stigs fellibylur í morgun, stækkar nú ört og var orðinn að fjórða stigs fellibyl í kvöld. Vindhraði í fellibylnum hefur náð allt að 54 metrum á sekúndu. Spár gera ráð fyrir að Florence gangi á land við strendur Karólínuríkjanna á fimmtudag og muni þá ná fimmta stigi. Mikil flóðahætta er talin standa af fellibylnum.Don't concentrate on the exact forecast track of Hurricane #Florence. Significant effects will extend outside the cone, and will arrive at the coast sooner than the eye. For more information about impacts at your specific location, go to https://t.co/SiZo8ozBbn pic.twitter.com/EXWr4Cb4NC— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 10, 2018 Þá er talið að Florence verði einn umfangsmesti fellibylur sem gengur yfir svæðið í áratugi. Síðast gekk fjórða stigs fellibylur á land við strendur Karólínuríkjanna árið 1989. Sá olli milljarðatjóni og 49 dauðsföllum. Viðbragðsaðilar á svæðinu undirbúa sig flestir undir hið versta. „Einhverjir munu verða fyrir skelfilegu tjóni ef spár um þennan fellibyl ganga eftir,“ var haft eftir veðurfræðingnum Dan Miller í dag. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýst kosningafundi sem halda átti í Mississippi á föstudag vegna fellibylsins. Trump tísti um óveðrið í kvöld og biðlaði til fólks á svæðinu að koma sér í öruggt skjól.Was just briefed via phone by @DHSgov @SecNielsen and @FEMA @FEMA_Brock, along with @VP Mike Pence and Chief of Staff, John Kelly on incoming storm which is very dangerous. Heed the directions of your State and Local Officials - and know that WE are here for you. Be SAFE! pic.twitter.com/sN8D5NvrBa— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2018
Veður Tengdar fréttir Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. 10. september 2018 07:00